Enski boltinn

Dalglish: Við áttum meira skilið úr þessum leik

Dalglish leyfði sér að brosa á köflum í kvöld.
Dalglish leyfði sér að brosa á köflum í kvöld.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var ekki sáttur eftir markalausa jafnteflið gegn Tottenham í kvöld. Honum fannst sitt lið eiga meira skilið.

"Við fengum ekki það sem við áttum skilið í kvöld. Það sem er samt mikilvægast er hvernig við spiluðum og ég er mjög ánægður með okkar leik," sagði Dalglish eftir leik.

"Við settum mikla pressu á Spurs og spilað af mikilli ákveðni. Það vantaði aðeins að boltinn dytti fyrir okkur."

Það var þó Spurs sem fékk besta færi leiksins er Gareth Bale komst einn gegn markverði Liverpool, Pepe Reina, en læt verja frá sér.

"Það var lítið að gera hjá Pepe í leiknum en þetta var virkilega vel varið hjá honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×