Fótbolti

Þrír Evrópumeistarar Spánar á Ólympíuleikana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juan Mata, til vinstri.
Juan Mata, til vinstri. Nordic Photos / Getty Images
Þeir Jordi Alba, Juan Mata og Javi Martinez eru allir í leikmannahópi spænska ólympíuliðsins í knattspyrnu og keppa því á leikunum í sumar.

Spænska U-21 liðið varð Evrópumeistari í Danmörku í fyrra auk þess sem að A-landsliðið er ríkjandi heims- og Evrópumeistari. Líklegt er að Spánverjar ætli sér að bæta Ólympíugullinu í safnið í sumar.

Alba var lykilmaður í spænska liðinu sem varð Evrópumeistari um helgina og skoraði í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. Juan Mata gerði það einnig eftir að hafa komið inn á sem varamaður seint í leiknum.

Mata kom aðeins við sögu í þessum eina leik og Martinez fékk aðeins einn leik í riðlakeppninni.

David de Gea, leikmaður Manchester United, og Oriol Romeu, félagi Mata hjá Chelsea, eru báðir í hópnum.

Leikmannahópurinn:

Markverðir: David de Gea (Manchester United), Diego Mariño (Villarreal), Joel Robles (Atletico Madrid).

Aðrir leikmenn: Jordi Alba (Barcelona), Thiago Alcántara (Barcelona), César Azpilicueta (Marseille), Alberto Botia (Sporting Gijón), Álvaro Dominguez (Mönchengladbach), Ander Herrera (Athletic Bilbao), Koke (Atlético Madrid), Iñigo Martinez (Real Sociedad), Javi Martínez (Athletic Bilbao), Juan Mata (Chelsea), Martin Montoya (Barcelona), Iker Munian (Athletic Bilbao), Rodrigo (Benfica), Oriol Romeu (Chelsea), Mikel San José (Athletic Bilbao), Cristian Tello (Barcelona), Álvaro Vázquez (Espanyol).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×