Van Persie afgreiddi Liverpool í lygilegum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2012 10:22 Nordic Photos / Getty Images Liverpool tókst ekki að vinna sigur á Arsenal í dag þrátt fyrir að hafa fengið bæði vítaspyrnu og fullt af góðum marktækifærum. Robin van Persie nýtti hins vegar færin sín vel og Arsenal 2-1 sigur. Van Persie skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var það glæsilegt. Hann fékk háa sendingu Alex Song inn fyrir varnarlínu Liverpool og skoraði með viðstöðulausu skoti í nærhornið. Einkar laglegt mark. En Liverpool var meira með boltann og spilaði lengstum betur. En boltinn vildi einfaldlega ekki inn. Meira að segja markið sem Liverpool skoraði var sjálfsmark varnarmannsins Laurent Koscielny. Hann stýrði knettinum í eigið mark þegar hann reyndi að komast í veg fyrir fyrirgjöf Jordan Henderson. Þá var Liverpool búið að fá vítaspyrnu eftir að Wojciech Szczesny var dæmdur brotlegur fyrir að taka Luis Suarez niður í teignum. Szczesny varði spyrnu Dirk Kuyt sem náði reyndar frákastinu en aftur varði Szcesny vel. Skömmu eftir markið komst Liverpool í aðra góða sókn. Henderson átti skot sem Szczesny varði vel en Suarez náði frákastinu og skaut í stöng. Jöfnunarmark Arsenal kom svo algerlega gegn gangi leiksins. Bacary Sagna átti frábæra sendingu frá kantinum inn á teig og rataði knötturinn beint á Van Persie sem skallaði í netið. Jamie Carragher, varnarmaðurinn reyndi, gerði sig þar sekan um slæm mistök í dekkningunni á Van Persie. Liverpool átti síðan annað skot í stöng áður en flautað var til leikhlés. Dirk Kuyt var þar að verki eftir fyrirgjöf Charlie Adam en aftur var lukkan á bandi gestanna frá Lundúnum, auk þess sem Szczesny átti frábæran leik í markinu. Í upphafi seinni hálfleiks lentu þeir Mikel Arteta og Henderson í samstuði og þurfti að bera Arteta af velli. Hann hafði fengið þungt höfuðhögg og alvarlegan heilahristing. Martin Kelly fékk svo algjört dauðafæri eftir að leikurinn hófst á ný. Hann fékk boltann fyrir opnu marki eftir sendingu Dirk Kuyt en hitti einfaldlega ekki knöttinn. Dæmigert fyrir leik Liverpool-manna. Leikurinn virtist ætla að fjara út eftir þetta en þá kom Van Persie til sögunnar og tryggði sínum mönnum öll stigin þrjú. Þetta var fyrsta tap Liverpool á heimavelli og er liðið því enn í sjöunda sæti deildarinnar. Arsenal komst upp í fjórða sætið með sigrinum og er nú tíu stigum á undan Liverpool. Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Liverpool tókst ekki að vinna sigur á Arsenal í dag þrátt fyrir að hafa fengið bæði vítaspyrnu og fullt af góðum marktækifærum. Robin van Persie nýtti hins vegar færin sín vel og Arsenal 2-1 sigur. Van Persie skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var það glæsilegt. Hann fékk háa sendingu Alex Song inn fyrir varnarlínu Liverpool og skoraði með viðstöðulausu skoti í nærhornið. Einkar laglegt mark. En Liverpool var meira með boltann og spilaði lengstum betur. En boltinn vildi einfaldlega ekki inn. Meira að segja markið sem Liverpool skoraði var sjálfsmark varnarmannsins Laurent Koscielny. Hann stýrði knettinum í eigið mark þegar hann reyndi að komast í veg fyrir fyrirgjöf Jordan Henderson. Þá var Liverpool búið að fá vítaspyrnu eftir að Wojciech Szczesny var dæmdur brotlegur fyrir að taka Luis Suarez niður í teignum. Szczesny varði spyrnu Dirk Kuyt sem náði reyndar frákastinu en aftur varði Szcesny vel. Skömmu eftir markið komst Liverpool í aðra góða sókn. Henderson átti skot sem Szczesny varði vel en Suarez náði frákastinu og skaut í stöng. Jöfnunarmark Arsenal kom svo algerlega gegn gangi leiksins. Bacary Sagna átti frábæra sendingu frá kantinum inn á teig og rataði knötturinn beint á Van Persie sem skallaði í netið. Jamie Carragher, varnarmaðurinn reyndi, gerði sig þar sekan um slæm mistök í dekkningunni á Van Persie. Liverpool átti síðan annað skot í stöng áður en flautað var til leikhlés. Dirk Kuyt var þar að verki eftir fyrirgjöf Charlie Adam en aftur var lukkan á bandi gestanna frá Lundúnum, auk þess sem Szczesny átti frábæran leik í markinu. Í upphafi seinni hálfleiks lentu þeir Mikel Arteta og Henderson í samstuði og þurfti að bera Arteta af velli. Hann hafði fengið þungt höfuðhögg og alvarlegan heilahristing. Martin Kelly fékk svo algjört dauðafæri eftir að leikurinn hófst á ný. Hann fékk boltann fyrir opnu marki eftir sendingu Dirk Kuyt en hitti einfaldlega ekki knöttinn. Dæmigert fyrir leik Liverpool-manna. Leikurinn virtist ætla að fjara út eftir þetta en þá kom Van Persie til sögunnar og tryggði sínum mönnum öll stigin þrjú. Þetta var fyrsta tap Liverpool á heimavelli og er liðið því enn í sjöunda sæti deildarinnar. Arsenal komst upp í fjórða sætið með sigrinum og er nú tíu stigum á undan Liverpool.
Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira