Innlent

Byggja barna- og fjölskyldudeild

Sala á Álfinum hefst í dag. Þessir kátu krakkar eru á meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða frá hinum ýmsu íþróttafélögum er leggja SÁÁ lið með sölu á Álfinum. fréttablaðið/ernir
Sala á Álfinum hefst í dag. Þessir kátu krakkar eru á meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða frá hinum ýmsu íþróttafélögum er leggja SÁÁ lið með sölu á Álfinum. fréttablaðið/ernir
Félagsleg staða ungs fólks sem kemur úr meðferð hjá SÁÁ er mun lakari nú en fyrr á árum. SÁÁ ætlar að mæta þessari þörf með stórátaki sem hefst með sölu á Álfinum í dag. SÁÁ segir Álfasölu vera mikilsverðasta þáttinn í fjáröflun samtakanna.

Þá hefur líka komið í ljós í nýlegum rannsóknum SÁÁ hversu mikil fjölskyldulægni er í áfengis- og vímuefnasýki. Meginverkefni Álfsins á næstunni verður að byggja upp sérstaka barna- og fjölskyldudeild sem styðja mun við endurreisn fjölskyldna sem eru í vanda vegna áfengis- og vímuefnasýki.

Sala á Álfinum hófst árið 1990 og hafa hreinar tekjur samtakanna vegna hans verið 430 milljónir. Þessir fjármunir hafa til dæmis staðið undir uppbyggingu unglingadeildarinnar að Vogi og starfsemi fjölskyldumeðferðarinnar. - kh/sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×