Hæstiréttur Ontario ríkis í Kanada hefur úrskurðað að leyfa eigi starfsemi vændishúsa og melludólga en að vændiskaup séu ólögleg.
Þar með hefur rétturinn fellt úr gildi löggjöf sem stjórnvöld í Ontario samþykktu í fyrra sem herti mjög að vændisstarfsemi í ríkinu. Rétturinn taldi að löggjöfin bryti gegn atvinnufrelsi þeirra sem stunda vændi.
Í frétt um málið á BBC segir að sennilega muni stjórn Ontario áfrýja þessum úrskurði til Hæstaréttar Kanada. Vændi er ekki ólöglegt í Kanada en mjög strangar reglur eru í gildi í landinu um hvernig þeirri starfsemi eigi að vera háttað.
Hæstiréttur Ontario leyfir vændishús og melludólga
