Enski boltinn

Fótboltastjörnur heimsins biðja fyrir Muamba

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Fótboltastjörnur heimsins hafa verið duglegir að senda kveðjur til Fabrice Muamba, 23 ára leikmanns Bolton, sem hneig niður í miðjum leik Tottenham og Bolton í átta liða úrslitum enska bikarsins.

Leikurinn var í kjölfarið flautaður af og Muamba fluttur á sjúkrahús eftir að það hafði verið hugað að honum í tíu mínútur á vellinum. Nýjustu fréttir er að hann sé að berjast fyrir lífi sínu en lífgunartilraunir hófust á vellinum og héldu áfram í sjúkrabílnum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar kveðjur frá kollegum Fabrice Muamba sem hefur leikið með Bolton frá 2008 en fór upp í gegnum unglingastarfið hjá Arsenal.

Wayne Rooney, Manchester United

„Ég vona að Fabrice Muamba sé í lagi. Ég bið fyrir honum og fjölskyldu hans. Ég er í sjokki."

Alex Song, Arsenal

„Við skulum öll biðja fyrir Fabrice Muamba."

Kevin Prince-Boateng, AC Milan

„Við skulum öll biðja fyrir Fabrice Muamba."

Steven Gerrard, Liverpool

„Fabrice Muamba hneig niður á vellinum og var fluttur á sjúkrahús. Leikurinn var flautaður af. Ég vona að hann komist í gegnum þetta."

Thomas Vermaelen, Arsenal

„Vonandi verður Fabrice Muamba í lagi. Hugur minn er hjá honum og hans fjölskyldu og vinum."

Rio Ferdinand, Manchester United

„Komdu núna Fabrice Muamba! Ég bið fyrir þér."

Rafael van der Vaart, Tottenham

„Hræðilegt hvað kom fyrir Muamba í leiknum. Við erum allir að biðja fyrir honum."

Michael Owen, Manchester United

„Hugur minn er hjá Fabrice Muamba."

Cristiano Ronaldo, Real Madrid

„Við biðjum allir fyrir Fabrice Muamba."

Jack Wilshere, Arsenal

„Ég vona að Muamba sé í lagi."

Robin van Persie, Arsenal

„Ég er svo leiður yfir því hvað kom fyrir Fabrice Muamba í dag. Ég spilaði með honum í nokkur ár og hann er frábær náungi sem er alltaf brosandi. Gerðu það, Fabrice, leyfðu okkur að sjá brosið þitt aftur. Hugur minn er hjá þeir og þinni yndislegu fjölskyldu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×