Enski boltinn

Rodgers, stjóri Swansea: Við vorum ótrúlegir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Swansea fagna í dag.
Leikmenn Swansea fagna í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Swansea, var ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á Fulham á Craven Cottage en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins.

„Þetta er mjög erfið deild með mörgum flottum liðum en í dag vorum við bara ótrúlegir," sagði Brendan Rodgers.

„Mér fannst þetta vera stærsti leikur okkar á tímabilinu því við spiluðum svo vel í síðustu viku og unnum þá eitt af stóru liðunum. Við réðum við pressuna og vorum magnaðir í dag," sagði Rodgers en Swansea skaut Manchester City úr toppsætinu um síðustu helgi.

„Sendingarnar voru flottar og tempóið var frábært en það sem stóð upp úr var varnarleikurinn og þá aðallega pressan sem var stórklostleg," sagði Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×