Enski boltinn

Tilkynning frá Bolton og sjúkrahúsinu: Muamba mikið veikur og í gjörgæslu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Nýjustu fréttir af Fabrice Muamba eru í sameiginlegri fréttatilkynningu frá félagi hans Bolton Wanderers og sjúkrahúsinu sem hann dvelur á. Muamba hneig niður í bikarleik Tottenham og Bolton á White Hart Lane í kvöld.

Samkvæmt tilkynningunni þá er Fabrice Muamba mikið veikur og í gjörgæslu á Hjartadeild London Chest spítalans í London. Það er ekki von á frekari tilkynningum á næstunni og fjölmiðlar eru beiðnir um að leyfa fjölskyldu leikmannsins að vera í friði.

Fabrice Muamba hneig niður þegar fimm mínútur voru til hálfleiks og var síðan fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið tíu mínútna aðhlynningu á vellinum. Lífgunartilraunir hófust strax og héldu áfram í sjúkrabílnum. Leikurinn var í framhaldinu flautaður af en staðan í honum var þá 1-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×