Enski boltinn

WBA með fjórða sigurinn í röð gegn Sunderland

SÁP skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Sunderland tók á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Bromwich vann leikinn 3-2 og hafa nú unnið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni í röð en það hefur aldrei gerst í sögu félagsins.

Spútniklið WBA hefur leikið óaðfinnanlega á tímabilinu og gott gengi liðsins ætlar enda að taka. Zoltán Gera, leikmaður WBA, gerði fyrsta mark leiksins eftir um hálftíma og það var síðan Shane Long gerði síðan annað mark gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks eftir skelfileg mistök hjá Simon Mignolet, markverði Sunderland.

Craig Gardner minnkaði muninn á 73. mínútu fyrir Sunderland en það var síðan Lukaku sem skoraði úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Leikmenn Sunderland neituðu að gefast upp og náði aftur að minnka muninn rétt fyrir leikslok þegar Stéphane Sessegnon skoraði fínt mark. Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma innsiglaði Marc-Antoine Fortuné sigur WBA í leikinum og niðurstaðan 4-2 sigur gestanna.

WBA er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City en þess má geta að fjölmargir leikir eru framundan í deildinni um helgina og staða liðsins gæti breyst. Sunderland er 15. sæti með 12 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×