Stórstjarna skóiðnaðarins, sjálfur Manolo Blahnik frumsýndi nýja skólínu í tískuborginni Mílanó á Ítalíu í gær.
Anna Dello Russo sem er stílisti, tískuritstjóri og listrænn hönnuður japanska Vogue lét sjá sig og mátaði nokkur pör.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndasafni klæddist Manolo fagur bleikum skóm í frumsýningarpartýinu.

