Enski boltinn

Jonas Gutiérrez: Van Persie er ekki góð manneskja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie og Tim Krul.
Robin van Persie og Tim Krul. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jonas Gutiérrez, leikmaður Newcastle, var allt annað en sáttur við framkomu Robin van Persie í leik Arsenal og Newcastle á mánudagskvöldið en allt fór þá upp í háaloft á milli Van Persie og landa hans Tim Krul eftir að Thomas Vermaelen skoraði sigurmark Arsenal í uppbótartíma.

Robin van Persie skoraði annað marka Arsenal í leiknum og hjálpaði sínum mönnum að vinna fimmta deildarleikinn í röð og styrkja stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar. Van Persie var oft í leiknum ósáttur við landa sinn þar sem hann taldi að Tim Krul væri að tefja leikinn.

„Van Persie hafði þarna rangt fyrir sér að mínu mati. Það var engin ástæða fyrir hann að hegða sér svona því voru búnir að vinna leikinn. Ég skil ekki persónu sem gerir svona og þetta er bara ekki rétt. Ef þú hagar þér svona þá er það af því að þú ert ekki góð manneskja," sagði Jonas Gutiérrez við The Journal.

„Ég er ekki að tala um fótboltann. Ég er að tala um persónuna. Við erum allir vanir því að fá spörk í okkur enda er þetta íþrótt þar sem menn takast á og láta finna fyrir sér. Það er samt ekki hægt að sætta við það þegar menn segja svona hluti," sagði Gutiérrez og bætti við.

„Hann var eini Arsenal-maðurinn sem hegðaði sér svona. Liðsfélagarnir hans voru að biðja hann um að róa sig niður. Þetta var ekki gott fyrir íþróttina. Ég vil samt hrósa Krul fyrir að halda ró sinni. Ég var ánægður með hann," sagði Gutiérrez en bæði Van Persie og Krul fengu í kjölfarið gult spjald frá dómara leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×