Dauðariðillinn á EM af stað í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2012 08:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar keppni í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, hefst í Úkraínu. Holland og Danmörk eigast við í fyrri viðureign dagsins en í kvöldleiknum mætast lið Þýskalands og Portúgals. Fyrirfram er talið að Þýskaland, Holland og Portúgal muni berjast um efstu tvö sæti riðilsins og áframhaldandi þátttökurétt. Danmörk er ekki með jafn sterkt lið á pappírnum en Danir hafa áður náð að koma á óvart á stórmótum í knattspyrnu. „Allt annað en sigur á þessu móti verður vonbrigði fyrir Hollendinga," sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, í gær. „En við getum ekki leyft okkur slíkan hugsunarmáta. Það yrði gríðarlegur sigur fyrir okkur að komast upp úr riðlinum," bætti hann við. Sagan er einnig á bandi Hollendinga en þeir töpuðu síðast fyrir Danmörku fyrir tæpum 45 árum síðan. Fá lið búa yfir meiri sóknarkrafti en það hollenska enda valinn maður í hverju rúmi. Þeir sem skipa varnarlínu liðsins eru hins vegar minna þekktir og varð liðið fyrir miklu áfalli þegar að miðvörðurinn Joris Mathijsen meiddist skömmu fyrir mót. Þá eru fleiri vandræðastöður í vörninni og er jafnvel líklegt að hinn átján ára Jetro Willems verði vinstri bakvörður Hollands og þar með yngsti leikmaður EM frá upphafi. Þjóðverjar eru hins vegar með afar heilsteypt lið og þykja því líklegir til að fara alla leið í sjálfan úrslitaleikinn. Þýska liðið er þar að auki ungt en þrátt fyrir það gríðarlega vel skipað. Þýskaland vann alla tíu leiki sína í undankeppninni og er Joachim Löw, landsliðsþjálfari, með alla sína leikmenn heila fyrir leikinn í dag. Það eru heldur engin meiðsli í herbúðum Portúgals en Manchester United-maðurinn Nani hefur jafnað sig á meiðslum í fæti og ætti að spila í dag. Það mun mikið mæða á honum sem og Cristiano Ronaldo, leikmanni Real Madrid. „Lykilatriði er að hafa gaman að þessu," sagði Ronaldo. „Það er mikil og góð stemning í hópnum og ég er því bjartsýnn. Við viljum sýna hvað við getum á vellinum." Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Sjá meira
Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar keppni í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, hefst í Úkraínu. Holland og Danmörk eigast við í fyrri viðureign dagsins en í kvöldleiknum mætast lið Þýskalands og Portúgals. Fyrirfram er talið að Þýskaland, Holland og Portúgal muni berjast um efstu tvö sæti riðilsins og áframhaldandi þátttökurétt. Danmörk er ekki með jafn sterkt lið á pappírnum en Danir hafa áður náð að koma á óvart á stórmótum í knattspyrnu. „Allt annað en sigur á þessu móti verður vonbrigði fyrir Hollendinga," sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, í gær. „En við getum ekki leyft okkur slíkan hugsunarmáta. Það yrði gríðarlegur sigur fyrir okkur að komast upp úr riðlinum," bætti hann við. Sagan er einnig á bandi Hollendinga en þeir töpuðu síðast fyrir Danmörku fyrir tæpum 45 árum síðan. Fá lið búa yfir meiri sóknarkrafti en það hollenska enda valinn maður í hverju rúmi. Þeir sem skipa varnarlínu liðsins eru hins vegar minna þekktir og varð liðið fyrir miklu áfalli þegar að miðvörðurinn Joris Mathijsen meiddist skömmu fyrir mót. Þá eru fleiri vandræðastöður í vörninni og er jafnvel líklegt að hinn átján ára Jetro Willems verði vinstri bakvörður Hollands og þar með yngsti leikmaður EM frá upphafi. Þjóðverjar eru hins vegar með afar heilsteypt lið og þykja því líklegir til að fara alla leið í sjálfan úrslitaleikinn. Þýska liðið er þar að auki ungt en þrátt fyrir það gríðarlega vel skipað. Þýskaland vann alla tíu leiki sína í undankeppninni og er Joachim Löw, landsliðsþjálfari, með alla sína leikmenn heila fyrir leikinn í dag. Það eru heldur engin meiðsli í herbúðum Portúgals en Manchester United-maðurinn Nani hefur jafnað sig á meiðslum í fæti og ætti að spila í dag. Það mun mikið mæða á honum sem og Cristiano Ronaldo, leikmanni Real Madrid. „Lykilatriði er að hafa gaman að þessu," sagði Ronaldo. „Það er mikil og góð stemning í hópnum og ég er því bjartsýnn. Við viljum sýna hvað við getum á vellinum."
Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Sjá meira