Fótbolti

Morten Olsen: Við höfðum hugrekki til að spila fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morten Olsen kemur skilaboðum til sinna manna í leiknum.
Morten Olsen kemur skilaboðum til sinna manna í leiknum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins, var náttúrulega í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Danir skoruðu eina mark leiskins á 24. mínútu en Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins.

„Ég er mjög ánægður og stoltur af liðinu. Þetta var frábær frammistaða og án þess að taka upp hlutdrægu gleraugin þá tel ég að við höfum átt þennan sigur skilinn," sagði Morten Olsen en það eru þó örugglega ekki margir sem eru sammála honum þar.

„Við höfðum hugrekki til þess að spila fótbolta. Við vitum að Hollendingar geta verið yfirþyrmandi og ef þú mætir hræddur á móti þeim þá spila þeir flottan fótbolta. Ég tel að við höfum spilað rétt á móti þeim og þetta var góður dagur," sagði Morten Olsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×