Fótbolti

Bert van Marwijk: Þetta var augljós vítaspyrna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bert van Marwijk, þjálfari Hollendinga, var svekktur í leikslok.
Bert van Marwijk, þjálfari Hollendinga, var svekktur í leikslok. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bert van Marwijk, þjálfari Hollands og Mark van Bommel, fyrirliði hollenska liðsins, voru allt annað en sáttir eftir tapið á móti Dönum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins en Danir skoruðu eina markið og tóku þar með öll þrjú stigin.

„Þetta var eina hættulega sóknin hjá Dönum í öllum leiknum. Ég er orðlaus því þetta voru mjög mikilvæg þrjú stig," sagði Mark van Bommel en tengdapabbi hans var mjög ósáttur með að fá ekki víti undir lok leiskins.

„Þetta var augljós vítaspyrna og þá hefðum við líklega náð jafntefli. Það voru kannski fjórir, fimm eða sex leikmenn okkar sem fengu færi í þessum leik en dómarinn fékk líka tækifæri til að dæma víti," sagði Bert van Marwijk.

Boltinn fór í hendina á Lars Jacobsen, varnarmanna Dana, undir lok leiksins en slóvenski dómarinn Damir Skomina dæmdi ekki neitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×