Erlent

Norður Kórea segist geta skotið eldflaugum á Bandaríkin

Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa lýst því yfir að þau hafi nú yfir að ráða langdrægum eldflaugum sem hægt sé að skjóta á skotmörk í Bandaríkjunum.

Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að Suður Kóreumenn og Bandaríkjamenn hafa gert með sér nýjan samning um að styrkja eldflaugavarnakerfi Suður Kóreu þannig að hægt er að beita því á skotmörk hvar sem er í Norður Kóreu. Þessi samningur hefur vakið mikla reiði í Norður Kóreu.

Sérfræðingar í Suður Kóreu segja að yfirlýsing Norður Kóreumanna sé blekking og að Norðanmönnunum hafi aldrei tekist að láta langdrægar eldflaugar sínar virka í tilraunaskotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×