Innlent

Jón Gnarr mætti í Star Wars búningi

VG og JHH skrifar
Jón Gnarr ásamt Vigdísi Finnbogadóttur.
Jón Gnarr ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. mynd/ lillý
Á meðal gesta í Hörpunni, þar sem friðarverðlaun Lennon/Ono verða afhent í dag eru Jón Gnarr borgarstjóri og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Jón Gnarr er í Obi Wan Kenobi búningnum sínum, þeim sama og hann klæddist þegar hann setti RIFF kvikmyndahátíðina í Reykjavík.

Aðrir gestir eru til að mynda Sólveig Káradóttir, tengdadóttir George Harrison, og Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Ástþór mun vera vopnaður myndavél.

Yoko Ono á sviði ásamt verðlaunahöfum í ár.
Jón Gnarr hélt stutta ræðu við athöfnina. Þar sagði hann Yoko Ono eiga sérstakan sess í hjörtu Íslendinga. Hann segir borgarbúa stolta af Friðarsúlunni, sem reist var í Viðey fyrir hennar tilstuðlan.

Yoko Ono tók svo við af Jóni. Hún segir mikla spennu ríkja í heiminum. Allir handhafar verðlaunanna í ár, þar á meðal Lady Gaga, sitja á sviði í Hörpunni á meðan á ræðunum stendur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.