Lífið

Óskarsverðlaunahafi á Northern Wave-hátíðina

Dögg Mósesdóttir skipuleggur Northern Wave-kvikmyndahátíðina sem fer fram í fimmta sinn fyrstu helgina í mars. 
Franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavets er heiðursgestur hátíðarinnar.fréttablaðið/valli
Dögg Mósesdóttir skipuleggur Northern Wave-kvikmyndahátíðina sem fer fram í fimmta sinn fyrstu helgina í mars. Franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavets er heiðursgestur hátíðarinnar.fréttablaðið/valli
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í fimmta sinn dagana 2. til 4. mars í Grundarfirði. Franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavets verður heiðursgestur hátíðarinnar en hún vann við myndina Murder on a Sunday Morning sem vann Óskarsverðlaunin árið 2001 sem besta heimildarmyndin.

Yfir 160 stuttmyndir bárust hátíðinni í ár en 49 myndir voru valdar til sýningar. Keppt er í þremur flokkum; besta alþjóðlega stuttmyndin, besta íslenska stuttmyndin og loks besta íslenska tónlistarmyndbandið. Í ár skipa Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, Elísabet Ronaldsdóttir klippari og franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavets dómnefndina. Razavets vinnur einna mest við gerð heimildarmynda og var tökumaður myndarinnar Murder on a Sunday Morning sem vann Óskarsverðlaunin árið 2001.

Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri Northern Wave, segir þátttöku Razavets vera mikið gleðiefni. „Isabelle er vinkona Sólveigar Anspach leikstjóra og þannig komst ég í samband við hana. Það eru frekar fáar konur sem vinna við kvikmyndatöku. Það má meðal annars rekja til þess að tökuvélarnar eru oft mjög þungar og starfið þótti og þykir því ekki henta konum. Það verður því áhugavert að hlusta á fyrirlestur hennar og heyra hennar vinkil á starfinu,“ segir Dögg.

Gistiplássin í Grundafirði eru að verða uppbókuð og má því ætla að bærinn verði pakkfullur af aðkomufólki umrædda helgi. Þetta er í fimmta sinn sem Dögg skipuleggur Northern Wave en hún á von á sínu fyrsta barni aðeins þremur vikum eftir að hátíðin fer fram.

„Ég hef sjaldan verið jafn skipulögð og nú og lærði í leiðinni að leyfa fólki að hjálpa mér meira. Þetta hefur því verið ágæt lexía og styttir líka biðina eftir barninu töluvert.“ - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.