Enski boltinn

Cisse á leið í læknisskoðun hjá QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Djibril Cisse í leik með Lazio.
Djibril Cisse í leik með Lazio. Nordic Photos / AFP
Frakkinn Djibril Cisse er sagður á leið í enska boltann á ný en samkvæmt enskum fjölmiðlum er hann á leiðinni til Lundúna þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá QPR.

Mark Hughes, stjóri QPR, greindi frá því að félagið ætti í viðræðum við ítalska félagið Lazio um kaup á kappanum en Hughes hefur hug á að styrkja sóknarlínu liðsins.

Heiðar Helguson er á mála hjá QPR og er markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu. Hann er hins vegar sagður tæpur fyrir leik liðsins gegn Aston Villa á miðvikudagskvöldið.

Cisse lék á sínum tíma með Liverpool en kom til Lazio í sumar frá Panathinaikos. Hann gerði fjögurra ára samning við ítalska félagið en hefur ekki náð sínu besta fram þar. Eru Ítalarnir því sagðir reiðubúnir að sleppa af honum takinu.

Lokað verður fyrir félagaskipti víða í Evrópu annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×