Erlent

Tékkar aflétta áfengisbanni að hluta til

Yfirvöld í Tékklandi hafa ákveðið að aflétta að hluta til algeru banni við sölu á sterku áfengi í landinu.

Bannið var sett á í kjölfar þess að glæpagengi setti mikið magn af vodka og rommi í umferð sem blandað hafði verið með tréspíra. Alls hafa 26 manns látist eftir að hafa drukkið þetta áfengi og um 30 liggja á sjúkrahúsi, sumir blindir en aðrir í lífshættu.

Lögreglan hefur handtekið 10 manns vegna málsins og lagt hald á 5.000 lítra af þessu áfengi. Banninu sem sett var á fyrir þremur vikum hefur verið aflétt að því leyti að nú má selja áfengi sem framleitt var fyrir síðustu áramót og er greinilega merkt sem slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×