Erlent

Myrti móður sína vegna deilna um útivistartíma

Pilturinn ásamt systur sinni og lögreglu.
Pilturinn ásamt systur sinni og lögreglu.
Sextán ára unglingur búsettur í Bronx-hverfinu í New York játaði í gær að hafa skotið móður sína þar sem hún var sofandi á heimili þeirra. Samkvæmt New York Post lést móðir hans ekki strax af sárum sínum, heldur lamdi unglingurinn móður sína að lokum til bana með hafnaboltakylfu.

Málið hefur vakið mikinn óhug í New York en sjö ára gömul systir unglingsins var á heimilinu þegar hann myrti hana, en hún varð ekki vitni af morðinu.

Eftir að unglingurinn hafði myrt móður sína, kom hann líki hennar fyrir í ruslagámi í sömu götu og þau búa við.

Ástæðan fyrir grimmdarverkinu er samkvæmt heimildum New York Post, að mæðgin rifust heiftarlega vegna útivistartíma drengsins, sem vildi vera lengur úti á kvöldin. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi og verður ekki sleppt lausum gegn tryggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×