Fótbolti

Tékkland er þyrstasta EM-þjóðin

Ítalinn Luca Toni kann að meta góðan lager.
Ítalinn Luca Toni kann að meta góðan lager.
Breska bjór- og pöbbasambandið hefur staðið fyrir athyglisverðri könnun fyrir EM. Þeir hafa fundið út hvaða EM-þjóð drekkur mest af bjór.

Niðurstaða þeirra er sú að Tékkar slái öllum öðrum við þegar kemur að bjórdrykkju. Hver Tékki drekkur 159 lítra af bjór á ári en það er heilum 50 lítrum meira en Þjóðverjinn drekkur og ekki hatar hann ölið.

Bretinn er ekki eins duglegur á barnum og margur heldur. Hann drekkur aðeins 76 lítra á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×