Fótbolti

O´Shea klár í slaginn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
O´Shea er lykilmaður í írska landsliðinu
O´Shea er lykilmaður í írska landsliðinu MYND/NORDIC PHOTOS GETTY
John O´Shea verður með írska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst eftir fimm daga. O´Shea hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en segist klár í slaginn.

Írland leikur sinn síðasta æfingaleik fyrir EM á morgun mánudag gegn Ungverjalandi og segist O´Shea reikna með að taka einhvern þátt í þeim leik og vera svo klár frá byrjun í fyrsta leik Írlands á EM gegn Króatíu.

O´Shea æfði lítið síðustu vikuna en hann efaðist aldrei um að hann myndi ná EM.

"Ég hlakka til að geta leikið eitthvað gegn Ungverjalandi," sagði O´Shea við fjölmiðla í heimalandi sínu.

"Ég hafði í raun aldrei neinar áhyggjur. Ég hefði getað gert meira en vildi ekki taka neina áhættu á að meiðast meira. Ég var alltaf viss um að ég næði mótinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×