Fótbolti

Malmö heldur sínu striki

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sara Björk í leik með Íslandi
Sara Björk í leik með Íslandi MYND/DANÍEL
Sænsku meistararnir í Malmö með Þóru Helgadóttur og Söru Björk Gunnarsdóttir innanborðs unnu fimmta sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Gautaborg 2-1 á heimavelli sínum.

Það var Þjóðverjinn Anja Mittag sem kom Malmö yfir á 27. mínútu með 12 marki sínu á tímabilinu. Bandaríkjamaðurinn Christen Press jafnaði metin á 41. mínútu með sínu 10. marki á leiktíðinni og var staðan í hálfleik 1-1.

Það var Ramona Bachmann frá Sviss sem tryggði Malmö sigurinn með marki á 73. mínútu og lyfti Malmö á ný í annað sætið en þrjú lið eru jöfn á toppi deildarinnar með 18 stig, Tyresö, Malmö og Vittsjö en Tyresö er með besta markahlutfallið.

Þóra Helgadóttir varði mark Malmö allan leikinn. Sara Björk Gunnarsdóttir lék einnig allan leikinn fyrir Malmö sem vann Gautaborg með sömu tölum í sænska ofurbikarnum í upphafi leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×