Enski boltinn

Rooney: Við gefumst aldrei upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney skorar hér úr annari vítaspyrnunni í leiknum.
Rooney skorar hér úr annari vítaspyrnunni í leiknum. Mynd. / Getty Images.
Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, telur að endurkoman gegn Chelsea fyrr í dag þegar liðið lenti þremur mörkum undir en náði síðan að jafna leikinn eigi eftir að reyndast liðinu dýrmætt.

Rooney var samt sem áður nokkuð ósáttur við að tapa leiknum en að koma svona til baka mun hafa góð áhrif á sjálfstraust liðsins.

„Þetta voru tvö stig töpuð fyrir okkur," sagði Rooney við Sky Sports eftir leikinn.

„Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir að hafa lent þremur mörkum undir og það var gaman að sjá baráttuna í leikmönnum liðsins".

„Mörg lið hefðu bara gefist upp og sætt sig við tap, en það gerum við aldrei".

„Ég sá ekki þessa vítaspyrnudóma vel frá mínu sjónarhorni en það var virkilega gott að þeir féllu okkar megin".

„Ég beið bara eftir markverðinum og horfði vel á hans hreyfingar, lét svo skotið ríða af".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×