Enski boltinn

Charles N'Zogbia segist vera óánægður hjá Aston Villa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Charles N'Zogbia í leiknum í dag.
Charles N'Zogbia í leiknum í dag. Mynd. / Getty Images
Charles N'Zogbia, leikmaður Aston Villa, er greinilega allt annað en sáttur við veruna hjá knattspyrnuliðnu Aston Villa en hann skrifaði á Twitter-síðu sína í kvöld að hann væri í fyrsta skipti á ferlinum ekki ánægður að leika knattspyrnu.

N'Zogbia fjarlægði færsluna nokkrum mínútum síðar en nú loga allar bloggsíður tengdar félaginu og margir vilja hreinlega að liðið losi sig við leikmanninn.

Charles N'Zogbia kom til Aston Villa fyrir tímabilið frá Wigan og hefur ekki alveg náð að finna sig hjá klúbbnum. Aston Villa tapaði fyrir Newcastle 2-1 í dag en leikmaðurinn setti færsluna inn eftir leikinn.

Færslan frá Charles N'Zogbia: For those that didn't see it, it said: First time in my life im not happy playing football !!!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×