Lífið

Þú og ég snýr aftur á Innipúkanum

Helga og Jóhann ætla að sýna krökkunum hvernig á að gera þetta.
Helga og Jóhann ætla að sýna krökkunum hvernig á að gera þetta.
„Við tökum öll vinsælustu lögin eins og Í Reykjavíkurborg, Dans dans dans og Þú og ég,“ segir Helga Möller. Hún stígur á svið Innipúkans með Jóhanni Helgasyni en holdgervingur diskótímabilsins, Þú og ég, snýr aftur ásamt Moses Hightower á tíu ára afmæli tónlistarhátíðarinnar um verslunarmannahelgina.

„Ég er svo ung í anda að ég tek þessum krökkum sem jafnöldrum mínum en kannski geta þau lært eitthvað af okkur, reynsluboltunum,“ segir Helga og Jóhann tekur í sama streng. „Þetta eru ungir krakkar að gera skemmtilega hluti og það er gaman að smella saman þessu eldra og yngra.“

Síðasta plata tvíeykisins kom út árið 1982. „Þá var diskóbylgjan sem er orðin sígild núna í rénun,“ segir hann. Afmælishátíðin verður haldin, líkt og fyrsti Innipúkinn, í Iðnó og er hljómsveitaval ekki af verri endanum en Ojba Rasta, Tilbury, Borko, Prinspóló, Oculus, Úlfur Úlfur, Mammút, Jónas Sigurðsson, Just Another Snake Cult, Anna Svava, Lay Low, Ásgeir Trausti og Kiryiama Family koma fram. Hátíðin nær yfir þrjá daga og hefst miðasala á mánudaginn á Midi.is.- hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.