Erlent

Leiðtogi námumanna myrtur

Frá því í ágúst hefur fyrirtækið reynt að berja aftur ólögleg verkföll starfsmanna sinna.
Frá því í ágúst hefur fyrirtækið reynt að berja aftur ólögleg verkföll starfsmanna sinna. mynd/AP
Leiðtogi bandalags námuverkamanna í Suður-Afríku var myrtur við hvítagullsnámur fyrirtækisins Lonmin í gær. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á morðinu en grunur leikur á að öryggissveitir Lonmin hafi verið þar að verki.

Ódæðið kemur til með að hafa veruleg áhrif á þann ófrið sem hefur verið meðal verkamanna og námufyrirtækja í Suður-Afríku síðustu mánuði.

Keppinautur Lonmin, fyrirtækið Amplats, rak tólf þúsund námuverkamenn í gær. Amplats er stærsti platínuframleiðandi veraldar.

Frá því í ágúst hefur fyrirtækið reynt að berja aftur ólögleg verkföll starfsmanna sinna. Þá létust fjörutíu og níu námuverkamenn í aðgerðum fyrirtækisins í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×