Erlent

Viðurkennir að hafa sagt dellu

Mitt Romney segist nú vilja vera forseti allra. fréttablaðið/AP
Mitt Romney segist nú vilja vera forseti allra. fréttablaðið/AP
„Í þetta skiptið sagði ég eitthvað sem er bara algerlega rangt,“ sagði Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, um sín eigin ummæli á fjáröflunarfundi í maí.

Á fundinum hélt hann því fram að 47 prósent Bandaríkjamanna greiddu ekki tekjuskatt, og að hann gæti aldrei gert sér vonir um atkvæði þessa fólks. Það myndi kjósa Barack Obama vegna þess að það vildi vera á ríkisframfæri. Núna segist hann kominn á þá skoðun að „þessi kosningabarátta snúist öll um hundrað prósentin“.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×