Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo 31. júlí 2012 00:15 Sýrlenski herinn mætir harðri mótspyrnu þrátt fyrir öflugan vopnabúnað. nordicphotos/AFP Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. „Ég hef miklar áhyggjur af áhrifum sprengjuárása og notkun skriðdreka og annarra þungavopna á íbúa í Aleppo," segir Valerie Amos, mannúðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Margir hafa leitað skjóls til bráðabirgða í skólum og öðrum opinberum byggingum á öruggari svæðum," bætti hún við: „Þau eru í brýnni þörf fyrir mat, dýnur og teppi, hreinlætisvörur og drykkjarvatn." Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að þessar þungu árásir stjórnarhersins á borgina dragi enn úr stuðningi við stjórn Bashars al-Assads meðal almennings. „Ég held að á endanum verði þetta nagli í líkkistu Assads," sagði Panetta. „Stjórnartíð hans er að enda komin." Í gær skýrði utanríkisráðuneyti Bretlands frá því að Khaled al-Ayoubi, yfirmaður sýrlenska sendiráðsins í London, styðji ekki lengur Sýrlandsstjórn. Ayoubi hefur verið staðgengill sendiherra Sýrlands í London síðan sendiherrann var kallaður heim fyrr á þessu ári. Stjórnarherinn sagðist í gær hafa náð aftur á sitt vald einu hverfa borgarinnar, „hreinsað svæðið", eins og þeir komust að orði, en leiðtogi sýrlenska uppreisnarhersins í Aleppo fullyrðir að stjórnarherinn hafi ekki náð „einum metra" á sitt vald. Erfitt er fyrir erlenda fréttamenn og fulltrúa alþjóðastofnana að meta hvað hæft er í yfirlýsingum stríðandi fylkinga og enginn veit hve mikið mannfall hefur orðið. Margt bendir til þess að pattstaða geti myndast, ekki ólík þeirri sem ríkt hefur um skeið í borginni Homs þar sem uppreisnarmenn hafa sum hverfi á valdi sínu en stjórnarherinn önnur. Uppreisnarherinn í Sýrlandi er reyndar langt frá því að vera samstæð heild, því hann samanstendur af fjölmörgum hópum sem sumir starfa saman en aðrir ekki. Markmið þeirra eru líka mjög ólík; margir eru stjórnarandstæðingar sem hafa gripið til vopna en innan um eru herskáir íslamistar og hryðjuverkahópar sem segjast tengjast Al Kaída-netinu. Þessir síðastnefndu eru bæði Sýrlendingar, sem börðust með Al Kaída í Írak, og svo hafa á síðustu vikum streymt herskáir íslamistar frá Tyrklandi sem hafa í hyggju að taka þátt í bardögum gegn stjórnarhernum í Aleppo. Óvíst er með öllu hvað við tekur falli stjórn Assads. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. „Ég hef miklar áhyggjur af áhrifum sprengjuárása og notkun skriðdreka og annarra þungavopna á íbúa í Aleppo," segir Valerie Amos, mannúðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Margir hafa leitað skjóls til bráðabirgða í skólum og öðrum opinberum byggingum á öruggari svæðum," bætti hún við: „Þau eru í brýnni þörf fyrir mat, dýnur og teppi, hreinlætisvörur og drykkjarvatn." Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að þessar þungu árásir stjórnarhersins á borgina dragi enn úr stuðningi við stjórn Bashars al-Assads meðal almennings. „Ég held að á endanum verði þetta nagli í líkkistu Assads," sagði Panetta. „Stjórnartíð hans er að enda komin." Í gær skýrði utanríkisráðuneyti Bretlands frá því að Khaled al-Ayoubi, yfirmaður sýrlenska sendiráðsins í London, styðji ekki lengur Sýrlandsstjórn. Ayoubi hefur verið staðgengill sendiherra Sýrlands í London síðan sendiherrann var kallaður heim fyrr á þessu ári. Stjórnarherinn sagðist í gær hafa náð aftur á sitt vald einu hverfa borgarinnar, „hreinsað svæðið", eins og þeir komust að orði, en leiðtogi sýrlenska uppreisnarhersins í Aleppo fullyrðir að stjórnarherinn hafi ekki náð „einum metra" á sitt vald. Erfitt er fyrir erlenda fréttamenn og fulltrúa alþjóðastofnana að meta hvað hæft er í yfirlýsingum stríðandi fylkinga og enginn veit hve mikið mannfall hefur orðið. Margt bendir til þess að pattstaða geti myndast, ekki ólík þeirri sem ríkt hefur um skeið í borginni Homs þar sem uppreisnarmenn hafa sum hverfi á valdi sínu en stjórnarherinn önnur. Uppreisnarherinn í Sýrlandi er reyndar langt frá því að vera samstæð heild, því hann samanstendur af fjölmörgum hópum sem sumir starfa saman en aðrir ekki. Markmið þeirra eru líka mjög ólík; margir eru stjórnarandstæðingar sem hafa gripið til vopna en innan um eru herskáir íslamistar og hryðjuverkahópar sem segjast tengjast Al Kaída-netinu. Þessir síðastnefndu eru bæði Sýrlendingar, sem börðust með Al Kaída í Írak, og svo hafa á síðustu vikum streymt herskáir íslamistar frá Tyrklandi sem hafa í hyggju að taka þátt í bardögum gegn stjórnarhernum í Aleppo. Óvíst er með öllu hvað við tekur falli stjórn Assads. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira