Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo 31. júlí 2012 00:15 Sýrlenski herinn mætir harðri mótspyrnu þrátt fyrir öflugan vopnabúnað. nordicphotos/AFP Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. „Ég hef miklar áhyggjur af áhrifum sprengjuárása og notkun skriðdreka og annarra þungavopna á íbúa í Aleppo," segir Valerie Amos, mannúðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Margir hafa leitað skjóls til bráðabirgða í skólum og öðrum opinberum byggingum á öruggari svæðum," bætti hún við: „Þau eru í brýnni þörf fyrir mat, dýnur og teppi, hreinlætisvörur og drykkjarvatn." Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að þessar þungu árásir stjórnarhersins á borgina dragi enn úr stuðningi við stjórn Bashars al-Assads meðal almennings. „Ég held að á endanum verði þetta nagli í líkkistu Assads," sagði Panetta. „Stjórnartíð hans er að enda komin." Í gær skýrði utanríkisráðuneyti Bretlands frá því að Khaled al-Ayoubi, yfirmaður sýrlenska sendiráðsins í London, styðji ekki lengur Sýrlandsstjórn. Ayoubi hefur verið staðgengill sendiherra Sýrlands í London síðan sendiherrann var kallaður heim fyrr á þessu ári. Stjórnarherinn sagðist í gær hafa náð aftur á sitt vald einu hverfa borgarinnar, „hreinsað svæðið", eins og þeir komust að orði, en leiðtogi sýrlenska uppreisnarhersins í Aleppo fullyrðir að stjórnarherinn hafi ekki náð „einum metra" á sitt vald. Erfitt er fyrir erlenda fréttamenn og fulltrúa alþjóðastofnana að meta hvað hæft er í yfirlýsingum stríðandi fylkinga og enginn veit hve mikið mannfall hefur orðið. Margt bendir til þess að pattstaða geti myndast, ekki ólík þeirri sem ríkt hefur um skeið í borginni Homs þar sem uppreisnarmenn hafa sum hverfi á valdi sínu en stjórnarherinn önnur. Uppreisnarherinn í Sýrlandi er reyndar langt frá því að vera samstæð heild, því hann samanstendur af fjölmörgum hópum sem sumir starfa saman en aðrir ekki. Markmið þeirra eru líka mjög ólík; margir eru stjórnarandstæðingar sem hafa gripið til vopna en innan um eru herskáir íslamistar og hryðjuverkahópar sem segjast tengjast Al Kaída-netinu. Þessir síðastnefndu eru bæði Sýrlendingar, sem börðust með Al Kaída í Írak, og svo hafa á síðustu vikum streymt herskáir íslamistar frá Tyrklandi sem hafa í hyggju að taka þátt í bardögum gegn stjórnarhernum í Aleppo. Óvíst er með öllu hvað við tekur falli stjórn Assads. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. „Ég hef miklar áhyggjur af áhrifum sprengjuárása og notkun skriðdreka og annarra þungavopna á íbúa í Aleppo," segir Valerie Amos, mannúðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Margir hafa leitað skjóls til bráðabirgða í skólum og öðrum opinberum byggingum á öruggari svæðum," bætti hún við: „Þau eru í brýnni þörf fyrir mat, dýnur og teppi, hreinlætisvörur og drykkjarvatn." Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að þessar þungu árásir stjórnarhersins á borgina dragi enn úr stuðningi við stjórn Bashars al-Assads meðal almennings. „Ég held að á endanum verði þetta nagli í líkkistu Assads," sagði Panetta. „Stjórnartíð hans er að enda komin." Í gær skýrði utanríkisráðuneyti Bretlands frá því að Khaled al-Ayoubi, yfirmaður sýrlenska sendiráðsins í London, styðji ekki lengur Sýrlandsstjórn. Ayoubi hefur verið staðgengill sendiherra Sýrlands í London síðan sendiherrann var kallaður heim fyrr á þessu ári. Stjórnarherinn sagðist í gær hafa náð aftur á sitt vald einu hverfa borgarinnar, „hreinsað svæðið", eins og þeir komust að orði, en leiðtogi sýrlenska uppreisnarhersins í Aleppo fullyrðir að stjórnarherinn hafi ekki náð „einum metra" á sitt vald. Erfitt er fyrir erlenda fréttamenn og fulltrúa alþjóðastofnana að meta hvað hæft er í yfirlýsingum stríðandi fylkinga og enginn veit hve mikið mannfall hefur orðið. Margt bendir til þess að pattstaða geti myndast, ekki ólík þeirri sem ríkt hefur um skeið í borginni Homs þar sem uppreisnarmenn hafa sum hverfi á valdi sínu en stjórnarherinn önnur. Uppreisnarherinn í Sýrlandi er reyndar langt frá því að vera samstæð heild, því hann samanstendur af fjölmörgum hópum sem sumir starfa saman en aðrir ekki. Markmið þeirra eru líka mjög ólík; margir eru stjórnarandstæðingar sem hafa gripið til vopna en innan um eru herskáir íslamistar og hryðjuverkahópar sem segjast tengjast Al Kaída-netinu. Þessir síðastnefndu eru bæði Sýrlendingar, sem börðust með Al Kaída í Írak, og svo hafa á síðustu vikum streymt herskáir íslamistar frá Tyrklandi sem hafa í hyggju að taka þátt í bardögum gegn stjórnarhernum í Aleppo. Óvíst er með öllu hvað við tekur falli stjórn Assads. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira