Óvíst að saksókn efnahagsbrota eftir hrunið skili miklu 8. maí 2012 05:00 Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, og aðrir gestir hlýða á opnunarræðu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi. Fréttablaðið/ÓKÁ Miðað við reynslu Norðurlandaþjóða eftir bankahrun í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar ættu Íslendingar ekki að vænta þess að saksókn efnahagsbrota eftir bankahrunið hér 2008 skili miklum dómum. Þetta segir Paul Larsson, prófessor við Politihøgskolen í Ósló, en hann var meðal þeirra sem fluttu erindi á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi í gær. Ráðstefna ráðsins, sem hér á landi er vistað hjá Lagastofnun Háskóla Íslands, hófst á sunnudag og lýkur í dag. Larsson segir það hafa komið í ljós, að vegna þess hversu flókin efnahagsbrot eru og sönnunarfærsla þung hafi saksókn í fæstum tilvikum skilað sér í sakfellingu eftir þrengingarnar sem bankar í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku gengu í gegn um á árunum í kring um 1990. „Ég hef sjálfur skoðað skjöl frá skattinum í Noregi á þessum tíma. Þar var á einu skjali skrifað á spássíuna: Við vitum að þetta eru glæpamenn, en hvernig í ósköpunum eigum við að sanna það fyrir dómi?“ segir Larsson. Íslendingar verði að verða viðbúnir því að dómar sem hér falla snúi að stórum hluta að „smærri“ afbrotum á borð við bókhaldsbrot, fremur en að stórþjófnaði. Larsson segir að í viðræðum hans við sérfræðinga í fjármálageiranum í Noregi hafi komið fram mat þeirra að Noregur hefði getað verið í sporum Íslands árið 2008 ef ekki hefði verið fyrir bankakreppuna "89 og "90. Umbætur í regluverki og eftirliti og auknar kröfur sem gerðar hafi verið til fjármálafyrirtækja eftir þær þrengingar hafi hins vegar forðað Norðmönnum frá því. Í erindi sínu á ráðstefnunni í gær fjallaði Larsson um hversu fjölþætt eftirlit er með efnahagsbrotum og afbrotum fyrirtækja, en það sé ekki eingöngu á hendi lögreglu, heldur margvíslegra stofnana og jafnvel einkafyrirtækja. Þróunin síðustu ár hafi því verið í þá átt að vægi stjórnsýsluaðgerða hafi aukist. „Það er enda mun auðveldara og fljótlegra að beita viðurlögum á þeim vettvangi, svo sem sektum eða leyfissviptingum, en að fara með mál í gegnum lögreglurannsókn og fyrir dómstóla,“ segir Larsson. „Aðrar leiðir eru því skilvirkari en dómstólaleiðin.“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans, segir ráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins óvenju veglega að þessu sinni þar sem um afmælisráðstefnu sé að ræða. „Og gaman að það hitti á formennskutíð Íslands í ráðinu,“ segir hann. Um það bil 15 koma til ráðstefnunnar frá hverju aðildarlanda ráðsins, eða milli 70 og 80 manns í allt, að mati Helga. olikr@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Miðað við reynslu Norðurlandaþjóða eftir bankahrun í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar ættu Íslendingar ekki að vænta þess að saksókn efnahagsbrota eftir bankahrunið hér 2008 skili miklum dómum. Þetta segir Paul Larsson, prófessor við Politihøgskolen í Ósló, en hann var meðal þeirra sem fluttu erindi á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi í gær. Ráðstefna ráðsins, sem hér á landi er vistað hjá Lagastofnun Háskóla Íslands, hófst á sunnudag og lýkur í dag. Larsson segir það hafa komið í ljós, að vegna þess hversu flókin efnahagsbrot eru og sönnunarfærsla þung hafi saksókn í fæstum tilvikum skilað sér í sakfellingu eftir þrengingarnar sem bankar í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku gengu í gegn um á árunum í kring um 1990. „Ég hef sjálfur skoðað skjöl frá skattinum í Noregi á þessum tíma. Þar var á einu skjali skrifað á spássíuna: Við vitum að þetta eru glæpamenn, en hvernig í ósköpunum eigum við að sanna það fyrir dómi?“ segir Larsson. Íslendingar verði að verða viðbúnir því að dómar sem hér falla snúi að stórum hluta að „smærri“ afbrotum á borð við bókhaldsbrot, fremur en að stórþjófnaði. Larsson segir að í viðræðum hans við sérfræðinga í fjármálageiranum í Noregi hafi komið fram mat þeirra að Noregur hefði getað verið í sporum Íslands árið 2008 ef ekki hefði verið fyrir bankakreppuna "89 og "90. Umbætur í regluverki og eftirliti og auknar kröfur sem gerðar hafi verið til fjármálafyrirtækja eftir þær þrengingar hafi hins vegar forðað Norðmönnum frá því. Í erindi sínu á ráðstefnunni í gær fjallaði Larsson um hversu fjölþætt eftirlit er með efnahagsbrotum og afbrotum fyrirtækja, en það sé ekki eingöngu á hendi lögreglu, heldur margvíslegra stofnana og jafnvel einkafyrirtækja. Þróunin síðustu ár hafi því verið í þá átt að vægi stjórnsýsluaðgerða hafi aukist. „Það er enda mun auðveldara og fljótlegra að beita viðurlögum á þeim vettvangi, svo sem sektum eða leyfissviptingum, en að fara með mál í gegnum lögreglurannsókn og fyrir dómstóla,“ segir Larsson. „Aðrar leiðir eru því skilvirkari en dómstólaleiðin.“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans, segir ráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins óvenju veglega að þessu sinni þar sem um afmælisráðstefnu sé að ræða. „Og gaman að það hitti á formennskutíð Íslands í ráðinu,“ segir hann. Um það bil 15 koma til ráðstefnunnar frá hverju aðildarlanda ráðsins, eða milli 70 og 80 manns í allt, að mati Helga. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira