Enski boltinn

Tevez skoraði fyrir varaliðið í gær

Tevez skorar hér markið í gær.
Tevez skorar hér markið í gær.
Carlos Tevez er byrjaður að skora á nýjan leik fyrir Man. City en hann skoraði eitt marka varaliðs City í 3-1 sigri á varaliði Bolton.

Argentínumaðurinn er smám saman að komast í form eftir að hafa notið ljúfa lífsins í heimalandinu þar sem hann var í sjálfskipulagðri útlegð.

Tevez spilaði 45 mínútur í fyrsta leik sínum með varaliðinu en spilaði rúmar 50 mínútur í gær. Hann átti ágætan leik og var einnig nálægt því að skora úr aukaspyrnu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×