LSH lamast gangi uppsagnir alla leið 5. desember 2012 07:00 Í tilkynningu Landspítalans í gær kemur fram að eftir 32 milljarða niðurskurð 2008 til 2011 hafi spítalinn í fyrra verið rekinn fyrir 9 milljörðum lægri fjárhæð en árið 2007. Fréttablaðið/Heiða Uppsagnir 254 af 1.348 hjúkrunarfræðingum Landspítalans taka gildi 1. mars. Fram kemur í tilkynningu Björns Zoëga, forstjóra spítalans, að um sé að ræða 193 stöðugildi. Fjöldinn nemur tæpum fimmtungi af hjúkrunarfræðingum spítalans, eða 18,8 prósentum. Ólafur G. Skúlason hjúkrunarfræðingur er í hópi þeirra sem sagt hafa starfi sínu lausu, auk þess að vera í svonefndum aðgerðahópi hjúkrunarfræðinga. Hann segir ljóst að stór hluti þeirra sem sagt hafa upp sé mjög sérhæft starfsfólk, svo sem skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar. „Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál. Ef allir þessir hjúkrunarfræðingar hætta þá lamast bara starfsemi spítalans.“ Ólafur segist þegar hafa fengið boð um annað starf í Noregi. Hann kveðst þó telja að fáist kjarabætur muni stór hluti vilja endurskoða ákvörðun sína um að hætta. „Við erum náttúrlega Íslendingar og viljum helst vinna hér.“ Björn lýsir því í yfirlýsingu sinni hvernig tekist hafi verið á við niðurskurð og fjárhagslegar hremmingar spítalans síðustu ár með fækkun starfsfólks, aðhaldi í innkaupum og breytingum á rekstrarformi og skipuriti. „Á þessum tíma hafa laun allra starfsmanna spítalans rýrnað enda óhjákvæmilegt þar sem 70 prósent af rekstri hans eru launagreiðslur,“ segir í tilkynningunni. Um leið eru margar starfsstéttir á Landspítalanum sagðar hafa lýst óánægju með kjör sín og hafi það nú komið skýrast fram með uppsögnum hjúkrunarfræðinganna. „Fyrir Landspítala og sjúklinga hans er þetta grafalvarlegt mál og verið er að vinna í því með aðkomu fjármála- og velferðarráðherra,“ segir Björn og áréttar að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga gildi til 2014 eins og hjá flestum öðrum stéttum. „Stofnanasamningur milli spítalans og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er í gildi en í janúar síðastliðnum óskaði félagið eftir endurskoðun hans.“ Viðræður hafa staðið yfir síðan í janúar, en hjúkrunarfræðingar fara fram á kjarabætur í endurnýjun á stofnanasamningi. „Í ljósi fyrrnefndra niðurskurðartalna hefur spítalinn augljóslega ekki haft neitt svigrúm til að hækka laun umfram kjarasamning þótt vilji til þess sé mikill.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Uppsagnir 254 af 1.348 hjúkrunarfræðingum Landspítalans taka gildi 1. mars. Fram kemur í tilkynningu Björns Zoëga, forstjóra spítalans, að um sé að ræða 193 stöðugildi. Fjöldinn nemur tæpum fimmtungi af hjúkrunarfræðingum spítalans, eða 18,8 prósentum. Ólafur G. Skúlason hjúkrunarfræðingur er í hópi þeirra sem sagt hafa starfi sínu lausu, auk þess að vera í svonefndum aðgerðahópi hjúkrunarfræðinga. Hann segir ljóst að stór hluti þeirra sem sagt hafa upp sé mjög sérhæft starfsfólk, svo sem skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar. „Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál. Ef allir þessir hjúkrunarfræðingar hætta þá lamast bara starfsemi spítalans.“ Ólafur segist þegar hafa fengið boð um annað starf í Noregi. Hann kveðst þó telja að fáist kjarabætur muni stór hluti vilja endurskoða ákvörðun sína um að hætta. „Við erum náttúrlega Íslendingar og viljum helst vinna hér.“ Björn lýsir því í yfirlýsingu sinni hvernig tekist hafi verið á við niðurskurð og fjárhagslegar hremmingar spítalans síðustu ár með fækkun starfsfólks, aðhaldi í innkaupum og breytingum á rekstrarformi og skipuriti. „Á þessum tíma hafa laun allra starfsmanna spítalans rýrnað enda óhjákvæmilegt þar sem 70 prósent af rekstri hans eru launagreiðslur,“ segir í tilkynningunni. Um leið eru margar starfsstéttir á Landspítalanum sagðar hafa lýst óánægju með kjör sín og hafi það nú komið skýrast fram með uppsögnum hjúkrunarfræðinganna. „Fyrir Landspítala og sjúklinga hans er þetta grafalvarlegt mál og verið er að vinna í því með aðkomu fjármála- og velferðarráðherra,“ segir Björn og áréttar að kjarasamningur hjúkrunarfræðinga gildi til 2014 eins og hjá flestum öðrum stéttum. „Stofnanasamningur milli spítalans og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er í gildi en í janúar síðastliðnum óskaði félagið eftir endurskoðun hans.“ Viðræður hafa staðið yfir síðan í janúar, en hjúkrunarfræðingar fara fram á kjarabætur í endurnýjun á stofnanasamningi. „Í ljósi fyrrnefndra niðurskurðartalna hefur spítalinn augljóslega ekki haft neitt svigrúm til að hækka laun umfram kjarasamning þótt vilji til þess sé mikill.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira