Enski boltinn

Rooney handleggsbraut níu ára dreng

Níu ára gamall stuðningsmaður Man. Utd varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna þegar skot Wayne Rooney í upphitun fyrir leik Man. Utd og Wolves fór beint í hendina á honum.

Rooney veitti atvikinu enga athygli enda að hita upp og tók bara annan bolta. Strákurinn harkaði af sér í fyrri hálfleik en fékk sjúkraaðstoð í hálfleik og var sendur á spítala þegar handleggurinn á honum bólgnaði allur upp.

Þar kom í ljós að úlnliðurinn á honum hafði brotnað.

"Strákurinn setti hendina upp til þess að verjast skotinu. Það var vel gert því skotið var fast og hefði tekið af honum hausinn hefði boltinn farið í hann," sagði faðir drengsins sem er slátrari.

Rooney staðfesti á Twitter í dag að hann hefði ekki haft hugmynd um atvikið. Hann mun aftur á móti gleðja strákinn með því að skrifa honum afsökunarbréf. Í kaupbæti fær drengurinn áritaða treyju frá goðinu. Hann getur því brosað í gegnum tárin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×