Íslenski boltinn

Guðmundur lánaður til Start

Guðmundur í leik gegn KR.
Guðmundur í leik gegn KR.
Miðjumaðurinn sterki, Guðmundur Kristjánsson, mun ekki leika með Breiðablik í sumar því hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag og þar kemur jafn framt fram að Start muni hafa forkaupsrétt á Guðmundi þegar lánstímanum lýkur.

Guðmundur er annar Íslendingurinn sem fer til Start en Matthías Vilhjálmsson var lánaður til félagsins á dögunum frá FH.

Þetta er mikið áfall fyrir Blika enda er Guðmundur algjör lykilmaður í þeirra liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×