Fótbolti

Jóhann Berg skoraði er AZ féll úr leik í bikarnum

Leikmenn AZ fagna marki Jóhanns í kvöld.
Leikmenn AZ fagna marki Jóhanns í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru úr leik í hollenska bikarnum eftir svekkjandi tap í framlengdum leik gegn Heracles.

Everton Ramos da Silva kom Heracles yfir í upphafi leiks en Adam Maher jafnaði leikinn á 20. mínútu.

Jóhann Berg kom AZ svo yfir tveim mínútum síðar. Heracles jafnaði ekki leikinn fyrr en 25 mínútum fyrir leikslok. Það var lokamarkið í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Thomas Bruns kom Heracles yfir á 110. mínútu og Ninos Gouriye kláraði dæmið er framlengingin var að klárast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×