Enski boltinn

Fellaini vill losna frá Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Miðvallarleikmaðurinn Marouane Fellaini segir að núverandi tímabil verði eitt sitt síðasta hjá Everton.

Ummælin koma sjálfsagt mörgum á óvart enda gerði hann fimm ára samning við félagið fyrir tæpu ári síðan. Þar að auki hefur liðið byrjað tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni og Fellaini sjálfur skorað tvö mörk í þremur leikjum.

„Þetta er mitt fimmta tímabil hjá Everton og eitt mitt síðasta," sagði hann við belgíska dagblaðið Het Nieuwsblad. „Ég hef séð allt. Ég ætla að byrja að leita mér að nýju félagi eða nýrri deild í janúar eða í lok tímabilsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×