Enski boltinn

Hodgson: Hápunktur allra enskra þjálfara

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Roy Hodgson á blaðamannafundinum í dag
Roy Hodgson á blaðamannafundinum í dag
Nú rétt í þessu var haldinn blaðamannafundur þar sem ráðning Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands var staðfest. Enska knattspyrnusambandið sagði að þeir hefðu haft nokkra menn í huga varðandi starfið en á endanum hafi þeir einungis nálgast einn mann.

Talsmenn knattspyrnusambandsins sögðu að reynsla Hodgson sem landsliðsþjálfara hafi verið gríðarlega mikilvægur þáttur í ráðningunni.

Hodgson sjálfur sat undir svörum á blaðamannafundinum og sagði hann að þetta yrði vissulega erfitt en hann væri gríðarlega spenntur fyrir verkefninu sem væri fyrir höndum.

„Ég er mjög ánægður maður í dag. Það er mikill heiður að hafa verið boðið landsliðsþjálfarastarfið. Að fá að stýra þjóð minni er frábært og er ég því virkilega spenntur fyrir komandi tímum. Það er hápunktur allra enskra þjálfara að vera boðin landsliðsþjálfarastaðan,"

„Þetta verður vissulega erfitt en ég hlakka til. Ég hef vonandi nægan tíma fram að móti til þess að hugsa um liðið. Ég er búinn að vera að vinna í landinu í fimm ár núna þannig að ég þekki leikmenninna í deildinni nokkuð vel. Ég mun gera mitt besta til þess að láta liðið verða tilbúið þegar kemur að Evrópumótinu," sagði Hodgson.

„Knattspyrnusambandið sannfærði mig um að ég væri maðurinn sem þeir væru að leita að. Nú krefst ég þess að allir standi bökum saman með landsliðinu okkar í átt að árangri,"

„Að sjálfsögðu eru væntingarnar miklar fyrir mótið í sumar. Það er búist við því að við vinnum öll mót og stefnum við að sjálfsögðu að því. Við erum stór fótboltaþjóð og yrði ég hissa ef leikmenn myndu ekki stefna á sigur á mótinu í sumar,"

„Það er alltaf erfitt að fá fólk á sitt band. Eina leiðin til þess að vinna fólk á mitt band er að standa mig vel í starfinu og tel ég mig geta það," sagði Hodgson að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×