Fótbolti

Bendtner með auglýsingu á nærbuxnastrengnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nicklas Bendtner girti niður um sig og sýndi auglýsingu frá veðmálasíðunni Paddy Power þegar hann fagnaði öðru marka sinna gegn Portúgal í gær.

Ekki er talið ólíklegt að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni bregðast við þessu óvenjulega athæfi en algjört bann er við auglýsingum á keppnisbúningum leikmanna á EM 2012.

Mörkin tvö frá Bendtner dugðu þó ekki til gegn Portúgal sem vann leikinn, 3-2. Bæði lið eru með þrjú stig og eiga enn möguleika á að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.

Danir mæta Þjóðverjum í lokaumferðinni en á sama tíma eigast við Holland og Þýskaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×