Fótbolti

Spánverjar tóku Íra í kennslustund

Torres skorar fyrra mark sitt í kvöld.
Torres skorar fyrra mark sitt í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Spánverjar léku á alls oddi í kvöld er þeir mættu Írum á EM. Þetta var leikur kattarins að músinni enda fór svo á endanum á Spánverjar unnu stórsigur, 4-0. Þeir eru á toppi riðilsins með fjögur stig líkt og Króatar. Ítalía er með tvö stig og Írar núll.

Fernando Torres kom inn í byrjunarlið Spánverja fyrir Cesc Fabregas og hann verðlaunaði traustið eftir rúmar þrjár mínútur er hann kom Spánverjum yfir. Lék inn í teiginn og negldi boltanum fyrir ofan Shay Given markvörð og í netið.

Spánverjar réðu algjörlega ferðinni í leiknum og hefðu hæglega getað bætt við mörkum fyrir hlé en Írar sluppu með skrekkinn. Sóknarþungi Íra í fyrri hálfleik var enginn.

Spánverjar voru fljótir að koma sér í góða stöðu í seinni hálfleik. David Silva kom boltanum fram hjá þremur varnarmönnum Íra í teignum og í netið. Smekklega gert.

Þegar 20 mínútur lifðu leiks komst Fernando Torres einn í gegnum írsku vörnina og kláraði færið vel. Torres fékk fjölda færa í leiknum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk.

Cesc Fabregas leysti Torres af hólmi skömmu síðar og Fabregas skoraði fjórða mark Spánverja átta mínútum fyrir leikslok. Labbaði þá fram hjá varnarmönnum Íra og skoraði úr mjög þröngu færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×