Enski boltinn

Tíu Blackburn-menn skoruðu þrjú - öll úrslitin í enska í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool og Tottenham töpuðu bæði stigum í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag en Blackburn létu ekki mótlætið á sig fá og unnu frábæran sigur þrátt fyrir að vera manni færri í meira en klukkutíma.

Liverpool tapaði enn á ný stigum á heimavelli þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Stoke og situr áfram í 6. sæti deildarinnar. Töpuð stig Liverpool á heimavelli sínum eru nú orðin fjórtán talsins en liðið hefur þó enn ekki tapað deildarleik á Anfield í vetur.

Luka Modric tryggði Tottenham 1-1 jafntefli á útivelli með því að jafna metin eftir sendingu frá Gareth Bale en Steven Fletcher hafði komið Úlfunum yfir í fyrri hálfleik. Tottenham átti möguleika á því að ná toppliðunum að stigum með sigri.

Blackburn lék manni færri í 67 mínútur en vann engu að síður 3-1 sigur á Fulham og komst upp úr fallsæti. Blackburn missti Aiyegbeni Yakubu útaf með rautt spjald strax á 23. mínútu en komst engu að síður í 2-0 í leiknum með mörkum frá Morten Gamst Pedersen og David Dunn sitthvorum megin við hálfleikinn. Fulham minnkaði muninn en Mauro Formica innsiglaði sigurinn.

Steve Morison tryggði nýliðum Norwich annan útisigurinn í röð þegar hann skoraði sigurmarkið á móti West Brom en hann skoraði einnig sigurmarkið á móti Queens Park Rangers á dögunum.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni:

Aston Villa - Everton    1-1

1-0 Darren Bent (56.), 1-1 Victor Anichebe (69.)

Blackburn - Fulham    3-1

1-0 Morten Gamst Pedersen (45+4), 2-0 David Dunn (46.), 2-1 Damien Duff (56.), 3-1 Mauro Formica (79.)

Chelsea - Sunderland    1-0

1-0 Frank Lampard (13.)

Liverpool - Stoke    0-0

Man Utd - Bolton    3-0

1-0 Paul Scholes (45.+1), 2-0 Danny Welbeck (74.), 3-0 Michael Carrick (83.()

Tottenham - Wolves    1-1

0-1 Steven Fletcher (22.), 1-1 Luka Modric (53.)

West Brom - Norwich     1-2

0-1 Andrew Surman (43.),1-1 Shane Long, víti (68.), 1-2 Steve Morison (79.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×