Tíu Blackburn-menn skoruðu þrjú - öll úrslitin í enska í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2012 14:45 Liverpool og Tottenham töpuðu bæði stigum í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag en Blackburn létu ekki mótlætið á sig fá og unnu frábæran sigur þrátt fyrir að vera manni færri í meira en klukkutíma. Liverpool tapaði enn á ný stigum á heimavelli þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Stoke og situr áfram í 6. sæti deildarinnar. Töpuð stig Liverpool á heimavelli sínum eru nú orðin fjórtán talsins en liðið hefur þó enn ekki tapað deildarleik á Anfield í vetur. Luka Modric tryggði Tottenham 1-1 jafntefli á útivelli með því að jafna metin eftir sendingu frá Gareth Bale en Steven Fletcher hafði komið Úlfunum yfir í fyrri hálfleik. Tottenham átti möguleika á því að ná toppliðunum að stigum með sigri. Blackburn lék manni færri í 67 mínútur en vann engu að síður 3-1 sigur á Fulham og komst upp úr fallsæti. Blackburn missti Aiyegbeni Yakubu útaf með rautt spjald strax á 23. mínútu en komst engu að síður í 2-0 í leiknum með mörkum frá Morten Gamst Pedersen og David Dunn sitthvorum megin við hálfleikinn. Fulham minnkaði muninn en Mauro Formica innsiglaði sigurinn. Steve Morison tryggði nýliðum Norwich annan útisigurinn í röð þegar hann skoraði sigurmarkið á móti West Brom en hann skoraði einnig sigurmarkið á móti Queens Park Rangers á dögunum.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni:Aston Villa - Everton 1-1 1-0 Darren Bent (56.), 1-1 Victor Anichebe (69.)Blackburn - Fulham 3-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (45+4), 2-0 David Dunn (46.), 2-1 Damien Duff (56.), 3-1 Mauro Formica (79.)Chelsea - Sunderland 1-0 1-0 Frank Lampard (13.)Liverpool - Stoke 0-0Man Utd - Bolton 3-0 1-0 Paul Scholes (45.+1), 2-0 Danny Welbeck (74.), 3-0 Michael Carrick (83.()Tottenham - Wolves 1-1 0-1 Steven Fletcher (22.), 1-1 Luka Modric (53.)West Brom - Norwich 1-2 0-1 Andrew Surman (43.),1-1 Shane Long, víti (68.), 1-2 Steve Morison (79.) Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Liverpool og Tottenham töpuðu bæði stigum í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag en Blackburn létu ekki mótlætið á sig fá og unnu frábæran sigur þrátt fyrir að vera manni færri í meira en klukkutíma. Liverpool tapaði enn á ný stigum á heimavelli þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Stoke og situr áfram í 6. sæti deildarinnar. Töpuð stig Liverpool á heimavelli sínum eru nú orðin fjórtán talsins en liðið hefur þó enn ekki tapað deildarleik á Anfield í vetur. Luka Modric tryggði Tottenham 1-1 jafntefli á útivelli með því að jafna metin eftir sendingu frá Gareth Bale en Steven Fletcher hafði komið Úlfunum yfir í fyrri hálfleik. Tottenham átti möguleika á því að ná toppliðunum að stigum með sigri. Blackburn lék manni færri í 67 mínútur en vann engu að síður 3-1 sigur á Fulham og komst upp úr fallsæti. Blackburn missti Aiyegbeni Yakubu útaf með rautt spjald strax á 23. mínútu en komst engu að síður í 2-0 í leiknum með mörkum frá Morten Gamst Pedersen og David Dunn sitthvorum megin við hálfleikinn. Fulham minnkaði muninn en Mauro Formica innsiglaði sigurinn. Steve Morison tryggði nýliðum Norwich annan útisigurinn í röð þegar hann skoraði sigurmarkið á móti West Brom en hann skoraði einnig sigurmarkið á móti Queens Park Rangers á dögunum.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni:Aston Villa - Everton 1-1 1-0 Darren Bent (56.), 1-1 Victor Anichebe (69.)Blackburn - Fulham 3-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (45+4), 2-0 David Dunn (46.), 2-1 Damien Duff (56.), 3-1 Mauro Formica (79.)Chelsea - Sunderland 1-0 1-0 Frank Lampard (13.)Liverpool - Stoke 0-0Man Utd - Bolton 3-0 1-0 Paul Scholes (45.+1), 2-0 Danny Welbeck (74.), 3-0 Michael Carrick (83.()Tottenham - Wolves 1-1 0-1 Steven Fletcher (22.), 1-1 Luka Modric (53.)West Brom - Norwich 1-2 0-1 Andrew Surman (43.),1-1 Shane Long, víti (68.), 1-2 Steve Morison (79.)
Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira