Lífið

Vildi vera í strákahóp

Jessica Biel vildi vera meðlimur í strákahóp þegar hún var ung.
Jessica Biel vildi vera meðlimur í strákahóp þegar hún var ung. nordicphotos/getty
Bandaríska leikkonan Jessica Biel upplýsti lesendur W Magazine að hún hafi aldrei átt samleið með stúlkum og vildi heldur leika sér við stráka þegar hún var barn.

„Fyrsta kvikmyndin sem ég man eftir að hafa horft á var The Goonies. Ég átti aldrei samleið með öðrum stelpum og fannst þess vegna heillandi að horfa á „strákamyndir". Stelpur voru hræddar við að fara inn í hella, þær voru hræðslupúkar og ég var það ekki. Ég var hrifin af hugmyndinni að vera hluti af strákagengi og ramba fram á holur fulla af snákum," sagði leikkonan í vitaðlinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.