Flottustu leikir Steven Gerrard með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 18:15 Sam Sheringham blaðamaður á BBC Sport tók sig til og valdi sex bestu leiki Steven Gerrard með Liverpool eftir að fyrirliði Liverpool skoraði þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. „Besti varnarmaðurinn á vellinum var Steven Gerrard, besti miðjumaðurinn var Steven Gerrard, besti sóknarmaðurinn var Steven Gerrard, það hreyfði sig enginn betur án bolta en Steven Gerrard og það var enginn leikmaður með betra hugarfar en Steven Gerrard. Ég sé ekki hvernig þú getur spilað betur en Steven Gerrard gerði í þessum leik," sagði Pat Nevin, sérfræðingur BBC, eftir leikinn. Gerrard bætti met Robbie Fowler í gær en enginn leikmaður hefur nú skoraði fleiri mörk í leikjum Merseyside-liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Fowler skoraði sex á sínum tíma en Gerrard er nú kominn með sjö mörk. Gerrard var líka fyrsti Liverpool-maðurinn til að skora þrennu á móti Everton á Anfield síðan að Fred Howe afrekaði það árið 1935. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steven Gerrard dregur vagninn í flottum sigrum Liverpool-liðsins og Sam Sheringham fann fimm aðra eftirminnilega leiki hjá Gerrard sem lék sinn 400. deildarleik með Liverpool í gær. Eftirminnilegustu leikir Steven Gerrard með LiverpoolMynd/Nordic Photos/Getty 1) Liverpool 3-3 AC Milan, úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í maí 2005 Liverpool lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en kom til baka og vann síðan leikinn í vítaspyrnukeppni. Steven Gerrard kveikti í sínum mönnum með því að skora fyrsta markið og fiskaði síðan vítið sem gaf jöfnunarmarkið.2) Liverpool 3-3 West Ham, úrslitaleikur enska bikarsins í maí 2006 Steven Gerrard jafnaði leikinn í 3-3 með frábæru langskoti í uppbótartíma þegar allt stefndi í sigur West Ham. Þetta var annað mark Gerrard í leiknum og hann skoraði einnig úr sinni spyrnu í vítakeppninni sem Liverpool vann 3-1.3) Liverpool 3-1 Olympiakos, Meistaradeildarleikur í desember 2004 Liverpool hefði aldrei komist í úrslitaleikinn 2005 ef liðið hefði ekki unnið tveggja marka sigur á gríska liðinu Olympiakos í riðlakeppninni. Gerrard tryggði 3-1 sigur með frábæru marki á 86. mínútu.4) Liverpool 3-1 Napoli, í Evrópudeildinni í nóvember 2010 Steven Gerrard kom af bekknum og skoraði þrennu á aðeins fjórtán mínútum á móti sterku liði Napoli. Gerrard kom inn á í hálfleik þegar ítalska liðið var 1-0 yfir.5) Liverpool 2-0 Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í mars 2001 Steven Gerrard var aðeins tvítugur á þessum tíma en þegar búinn að vinna sér fast sæti í Liverpool-liðinu. Hann skoraði eftirminnilegt mark af 25 metra færi í þessum leik og var allt í öllu á miðju liðsins. Liverpool náði því að vinna báða deildarleikina á móti United í fyrsta sinn í 22 ár.6) Liverpool 3-0 Everton, í ensku úrvalsdeildinni í mars 2012 Steven Gerrard skoraði öll mörkin þegar Liverpool endaði þriggja leikja taphrinu með 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton. Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Sam Sheringham blaðamaður á BBC Sport tók sig til og valdi sex bestu leiki Steven Gerrard með Liverpool eftir að fyrirliði Liverpool skoraði þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. „Besti varnarmaðurinn á vellinum var Steven Gerrard, besti miðjumaðurinn var Steven Gerrard, besti sóknarmaðurinn var Steven Gerrard, það hreyfði sig enginn betur án bolta en Steven Gerrard og það var enginn leikmaður með betra hugarfar en Steven Gerrard. Ég sé ekki hvernig þú getur spilað betur en Steven Gerrard gerði í þessum leik," sagði Pat Nevin, sérfræðingur BBC, eftir leikinn. Gerrard bætti met Robbie Fowler í gær en enginn leikmaður hefur nú skoraði fleiri mörk í leikjum Merseyside-liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Fowler skoraði sex á sínum tíma en Gerrard er nú kominn með sjö mörk. Gerrard var líka fyrsti Liverpool-maðurinn til að skora þrennu á móti Everton á Anfield síðan að Fred Howe afrekaði það árið 1935. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steven Gerrard dregur vagninn í flottum sigrum Liverpool-liðsins og Sam Sheringham fann fimm aðra eftirminnilega leiki hjá Gerrard sem lék sinn 400. deildarleik með Liverpool í gær. Eftirminnilegustu leikir Steven Gerrard með LiverpoolMynd/Nordic Photos/Getty 1) Liverpool 3-3 AC Milan, úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í maí 2005 Liverpool lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en kom til baka og vann síðan leikinn í vítaspyrnukeppni. Steven Gerrard kveikti í sínum mönnum með því að skora fyrsta markið og fiskaði síðan vítið sem gaf jöfnunarmarkið.2) Liverpool 3-3 West Ham, úrslitaleikur enska bikarsins í maí 2006 Steven Gerrard jafnaði leikinn í 3-3 með frábæru langskoti í uppbótartíma þegar allt stefndi í sigur West Ham. Þetta var annað mark Gerrard í leiknum og hann skoraði einnig úr sinni spyrnu í vítakeppninni sem Liverpool vann 3-1.3) Liverpool 3-1 Olympiakos, Meistaradeildarleikur í desember 2004 Liverpool hefði aldrei komist í úrslitaleikinn 2005 ef liðið hefði ekki unnið tveggja marka sigur á gríska liðinu Olympiakos í riðlakeppninni. Gerrard tryggði 3-1 sigur með frábæru marki á 86. mínútu.4) Liverpool 3-1 Napoli, í Evrópudeildinni í nóvember 2010 Steven Gerrard kom af bekknum og skoraði þrennu á aðeins fjórtán mínútum á móti sterku liði Napoli. Gerrard kom inn á í hálfleik þegar ítalska liðið var 1-0 yfir.5) Liverpool 2-0 Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í mars 2001 Steven Gerrard var aðeins tvítugur á þessum tíma en þegar búinn að vinna sér fast sæti í Liverpool-liðinu. Hann skoraði eftirminnilegt mark af 25 metra færi í þessum leik og var allt í öllu á miðju liðsins. Liverpool náði því að vinna báða deildarleikina á móti United í fyrsta sinn í 22 ár.6) Liverpool 3-0 Everton, í ensku úrvalsdeildinni í mars 2012 Steven Gerrard skoraði öll mörkin þegar Liverpool endaði þriggja leikja taphrinu með 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton.
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira