Enski boltinn

Arsenal mun greiða tæpar 11 milljónir punda fyrir Podolski

BBC segist hafa heimildir fyrir því að samningaviðræður á milli Arsenal og Köln um þýska landsliðsframherjann Lukas Podolski séu í fullum gangi.

Samkvæmt þeirra heimildum mun Arsenal greiða Köln 10,9 milljónir punda fyrir leikmanninn sem mun síðan fá 100 þúsund pund í vikulaun. Hann er sagður ætla að skrifa undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið.

Þjóðverjinn Per Mertesacker hefur staðfest að Podolski sé mjög spenntur fyrir því að koma til Englands og forráðamenn Kölnar hafa einnig staðfest að líklegt sé að leikmaðurinn fari til Arsenal.

Fleiri félög hafa áhuga á Podolski en hann kýs að fara til Arsenal og mun líklega fá þá ósk sína uppfyllta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×