Enski boltinn

Sandro dansar í myndbandi meints nauðgara

Forráðamenn Tottenham eru ekkert allt of kátir með brasilíska miðjumanninn sinn, Sandro, eftir að hann kom fram í tónlistarmyndbandi með rappara sem hefur verið kærður fyrir tvær nauðganir.

Sandro dansar eins og vindurinn í myndbandi Aggro Santos. Bæði nauðgunarmál Santos bíða afgreiðsla dómskerfisins.

Sandro og Santos eru hinir mestu mátar en Santos er fæddur í Brasilíu en búsettur í Englandi þar sem hann hefur verið að gera það gott í tónlistarheiminum.

Hægt er að sjá Sandro fá sér léttan snúning í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×