Enski boltinn

Balotelli í viðtali við Noel: Ég þarf að þroskast - myndband

Noel og Balotelli.
Noel og Balotelli.
Ítalinn Mario Balotelli, leikmaður Man. City, er í athyglisverðu viðtali á BBC við rokkarann Noel Gallagher sem var aðalsprautan í breska bandinu Oasis. Gallagher er þess utan klettharður stuðningsmaður City.

Í viðtalinu viðurkennir Balotelli að hann þurfi að þroskast en bendir um leið á að hann sé aðeins 21 árs gamall.

Balotelli er ekki mikið fyrir að gefa viðtöl en gerði undantekningu þar sem Noel var að taka viðtalið.

Þar segir hann einnig að hann kunni því illa að það sé sífellt verið að tala um einkalíf hans í fjölmiðlum.

Hægt er að sjá hluta af þessu stórskemmtilega viðtali hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×