Stórveldatafl iðkað í Sýrlandi 3. ágúst 2012 00:15 Haukur hefur búið í rúma tvo áratugi í Moskvu og hefur fylgst grannt með rússneskum stjórnmálum. Hann stundaði þar nám í alþjóðastjórnmálum á fyrstu valdaárum Boris Jeltsín en starfar nú sem fararstjóri auk þess að vera fréttaritari íslenska ríkisútvarpsins í Moskvu. Fréttablaðið/Ernir Andstaða Rússa við að þrýsta á Assadstjórnina í Sýrlandi með refsiaðgerðum á sér djúpar sögulegar rætur og tengist hagsmunum gömlu stórveldanna. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Hauk Hauksson stjórnmálafræðing sem búið hefur í Moskvu í tvo áratugi. Þessar vikurnar logar allt í átökum milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Sýrlandi, með mannréttindabrotum á báða bóga og sívaxandi straumi flóttamanna til nágrannalandanna. Vesturlönd, með Bandaríkin í fararbroddi, hafa ítrekað reynt að fá öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja refsiaðgerðir á hendur Sýrlandsstjórn en Rússar og Kínverjar, sem fara með neitunarvald í ráðinu, hafa verið ófáanlegir til þess. Haukur Hauksson stjórnmálafræðingur, sem búið hefur í Moskvu í meira en tvo áratugi, segir óbilandi stuðning Rússa við Bashar al Assad Sýrlandsforseta eiga sér sögulegar rætur og tengjast heimspólitísku valdatafli gamalla stórvelda.Ójafnvægi „Það má segja að Rússar óttist það ójafnvægi sem er að verða á svæðinu, eins og sést með því bara að líta á landakortið, nú eftir að hverjum leiðtoganum af öðrum hefur verið steypt í arabalöndum Norður-Afríku. Írak er þegar undir vestrænum áhrifum og ef Sýrland fellur líka, þetta „síðasta vígi" Rússa í þessum heimshluta, þá verður öll þessi blokk orðin vinveitt Vesturlöndum. Sýrland er síðan að ákveðnu leyti stökkpallur inn í Íran og þá erum við komin alveg inn í „bakgarðinn" hjá Rússum, ef svo má segja því þetta er náttúrulega bandarískt hugtak um rómönsku Ameríku. Löndin í Kákasus og Mið-Asíu voru undir yfirráðum Rússa í reynd alveg þangað til þau fengu sjálfstæði 1991. Þetta eru gömlu Sovétlýðveldin sem voru hluti rússneska keisaradæmisins, og þau eiga landamæri beint að Íran. Ef öll þessi lönd verða fráhverf Rússum þá er allt jafnvægið farið í þessum heimshluta. Auk þess er málið með Sýrland að enginn veit hvað tekur við ef og þegar Assad fellur. Og þótt Assad hafi að mörgu leyti reynst vel þá er enginn að segja að hann sé neinn engill eða fyrirmyndarforseti. Það er náttúrulega einræðisstjórn í landinu, þeir hafa stjórnað með herlögum og steypt fólki í fangelsi, en hins vegar hefur almenningur haft það þokkalega gott í Sýrlandi, ekki síst miðað við mörg nágrannalönd."Olíuhagsmunir Inn í þessi átök öll spila svo ríkir olíuhagsmunir bæði Vesturlanda og Rússlands. Haukur segir Miðjarðarhafssvæðið allt vera einn mikilvægasta markaðinn fyrir olíu frá Rússlandi. Sýrland hafi orðið enn mikilvægara fyrir Rússa núna eftir að Bandaríkjamenn sömdu við Aserbaídsjan um að olía frá Bakú við Kaspíahaf yrði flutt fram hjá Rússlandi með nýrri leiðslu gegnum Aserbaídsjan beint til Miðjarðarhafsstrandar Tyrklands. „Rússar eru sjálfir að leggja olíuleiðslu frá Rússlandi til hafna á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands, en fyrir Rússa er mjög mikilvægt að koma olíu sinni á erlenda markaði," segir Haukur. Fari svo að sú olíuleiðsla verði aldrei tekin í notkun yrði það verulegt fjárhagslegt tjón fyrir Rússa. „Allt er þetta gríðarlega mikilvægt því þetta svarta gull er lífæð kapítalismans, efnahagurinn gengur ekkert upp án olíu. Þannig að þetta er að mjög miklu leyti barátta um olíu og hagsmuni og auðlindir sem er þarna í gangi."Sögulegar rætur Ef Rússar eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna sinna í Sýrlandi, þá taka þeir væntanlega mikla áhættu með því að styðja Assad og stjórn hans fram í rauðan dauðann. Ef hann er að falla þá taka einhverjir við væntanlega sem kunna þeim þá ekki miklar þakkir. „Jú, það er rétt, en sögulega hafa Rússar verið mjög öflugir stuðningsmenn Sýrlands, og austurblokkin öll, allt frá því Hafez, pabbi Bashars, tók við árið 1971. Þarna voru hernaðarráðgjafar frá Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum og sýrlenski herinn var alltaf með sovésk vopn. Bandaríkin, Bretar og Frakkar hafa líka alltaf verið með nýlenduveldi þarna á þessu svæði, Bretar og Frakkar sérstaklega. Sýrland var lengi franskt landsvæði og Bretar náttúrulega voru með allan heiminn. Fyrir Rússa yrði það hrikalega erfitt og sársaukafullt að missa Sýrland."Horft til Írans Hvað Íran varðar þá minnir Haukur á að áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum ekki síður en valdamiklir menn í Ísraelsstjórn hafa lengi talað um að ráðast þurfi á Íran til að eyðileggja kjarnorkuáætlun Írana. „Það myndi eflaust enda með ósköpum fyrir allt mannkynið því Íranar myndu náttúrulega bregðast hart við. Þeir hafa mjög sterkan her og eru auk þess í góðum tengslum við bæði Rússa og Kínverja. En þeir eru að ræða um þetta í fullri alvöru opinberlega á fundum. Nú síðast forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Ég held að menn verði líka að hafa alltaf í huga að þessi alþjóðapólitík gengur öll meira og minna út á baktjaldamakk og undirferli. Það eru leyniþjónustur og karlar að toga í spotta alls staðar. Það er ekkert sem gerist bara si svona. Ísraelar hafa til dæmis mjög sterka menn á bak við tjöldin þarna. Og svo gleymist líka alltaf, þegar talað er um að Rússland og Kína bakki upp stjórn Assads, að Bandaríkin eru í miklu stærra hlutverki en nokkurn tímann Rússar í þessum heimshluta."Innanríkismál Fyrir utan þessa beinu hagsmuni, sem þú talar um, þá virðist afstaða bæði Rússa og Kínverja líka snúast um það prinsippmál, að ekkert ríki hafi afskipti af innanríkismálum annarra. Bandaríkjamenn hafa náttúrulega stundað slíkt grimmt í marga áratugi og Sovétríkin líka á sínum tíma. Rússar hins vegar passa þetta mjög vel núna, og Kínverjar líka. Ræðst afstaða þeirra samt ekki líka af því að innanlands hjá þeim sjálfum eru ýmis mál í gangi sem þeir vilja ekki að önnur ríki fari að skipta sér af? „Ja, planið er náttúrulega að þarna komi friðargæslusveitir og landinu verði skipt í áhrifasvæði," svarar Haukur. „Þá fengju Bandaríkin stórt svæði, og Bretland og Frakkland, en það sem Rússar kannski óttast er að þeir yrðu settir til hliðar í slíkum aðgerðum. Öll snúast þessi stríð um auðlindir, uppsprettur og leiðslur. En þetta var reynt að ákveðnu leyti með Rússland þegar allt var að fara í hund og kött á síðustu árum Jeltsíns, þegar Tsjetsjeníustríðið var í hámarki. Þá voru komnar áætlanir um það á Vesturlöndum hvernig ætti að skipta Rússlandi upp. Þeir sendu þarna friðargæslusveitir og voru á fullu í þessum póker og spiluðu óspart út múslimakortinu gegn stjórnvöldum í Kreml. Þeir styrktu leynt og ljóst til dæmis Al Kaída. Tvískinnungur Vesturlanda í þessu er vel þekktur og ég held að Rússar séu svolítið hræddir við að verða út úr því korti ef eða þegar til kemur." Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Andstaða Rússa við að þrýsta á Assadstjórnina í Sýrlandi með refsiaðgerðum á sér djúpar sögulegar rætur og tengist hagsmunum gömlu stórveldanna. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Hauk Hauksson stjórnmálafræðing sem búið hefur í Moskvu í tvo áratugi. Þessar vikurnar logar allt í átökum milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna í Sýrlandi, með mannréttindabrotum á báða bóga og sívaxandi straumi flóttamanna til nágrannalandanna. Vesturlönd, með Bandaríkin í fararbroddi, hafa ítrekað reynt að fá öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja refsiaðgerðir á hendur Sýrlandsstjórn en Rússar og Kínverjar, sem fara með neitunarvald í ráðinu, hafa verið ófáanlegir til þess. Haukur Hauksson stjórnmálafræðingur, sem búið hefur í Moskvu í meira en tvo áratugi, segir óbilandi stuðning Rússa við Bashar al Assad Sýrlandsforseta eiga sér sögulegar rætur og tengjast heimspólitísku valdatafli gamalla stórvelda.Ójafnvægi „Það má segja að Rússar óttist það ójafnvægi sem er að verða á svæðinu, eins og sést með því bara að líta á landakortið, nú eftir að hverjum leiðtoganum af öðrum hefur verið steypt í arabalöndum Norður-Afríku. Írak er þegar undir vestrænum áhrifum og ef Sýrland fellur líka, þetta „síðasta vígi" Rússa í þessum heimshluta, þá verður öll þessi blokk orðin vinveitt Vesturlöndum. Sýrland er síðan að ákveðnu leyti stökkpallur inn í Íran og þá erum við komin alveg inn í „bakgarðinn" hjá Rússum, ef svo má segja því þetta er náttúrulega bandarískt hugtak um rómönsku Ameríku. Löndin í Kákasus og Mið-Asíu voru undir yfirráðum Rússa í reynd alveg þangað til þau fengu sjálfstæði 1991. Þetta eru gömlu Sovétlýðveldin sem voru hluti rússneska keisaradæmisins, og þau eiga landamæri beint að Íran. Ef öll þessi lönd verða fráhverf Rússum þá er allt jafnvægið farið í þessum heimshluta. Auk þess er málið með Sýrland að enginn veit hvað tekur við ef og þegar Assad fellur. Og þótt Assad hafi að mörgu leyti reynst vel þá er enginn að segja að hann sé neinn engill eða fyrirmyndarforseti. Það er náttúrulega einræðisstjórn í landinu, þeir hafa stjórnað með herlögum og steypt fólki í fangelsi, en hins vegar hefur almenningur haft það þokkalega gott í Sýrlandi, ekki síst miðað við mörg nágrannalönd."Olíuhagsmunir Inn í þessi átök öll spila svo ríkir olíuhagsmunir bæði Vesturlanda og Rússlands. Haukur segir Miðjarðarhafssvæðið allt vera einn mikilvægasta markaðinn fyrir olíu frá Rússlandi. Sýrland hafi orðið enn mikilvægara fyrir Rússa núna eftir að Bandaríkjamenn sömdu við Aserbaídsjan um að olía frá Bakú við Kaspíahaf yrði flutt fram hjá Rússlandi með nýrri leiðslu gegnum Aserbaídsjan beint til Miðjarðarhafsstrandar Tyrklands. „Rússar eru sjálfir að leggja olíuleiðslu frá Rússlandi til hafna á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands, en fyrir Rússa er mjög mikilvægt að koma olíu sinni á erlenda markaði," segir Haukur. Fari svo að sú olíuleiðsla verði aldrei tekin í notkun yrði það verulegt fjárhagslegt tjón fyrir Rússa. „Allt er þetta gríðarlega mikilvægt því þetta svarta gull er lífæð kapítalismans, efnahagurinn gengur ekkert upp án olíu. Þannig að þetta er að mjög miklu leyti barátta um olíu og hagsmuni og auðlindir sem er þarna í gangi."Sögulegar rætur Ef Rússar eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna sinna í Sýrlandi, þá taka þeir væntanlega mikla áhættu með því að styðja Assad og stjórn hans fram í rauðan dauðann. Ef hann er að falla þá taka einhverjir við væntanlega sem kunna þeim þá ekki miklar þakkir. „Jú, það er rétt, en sögulega hafa Rússar verið mjög öflugir stuðningsmenn Sýrlands, og austurblokkin öll, allt frá því Hafez, pabbi Bashars, tók við árið 1971. Þarna voru hernaðarráðgjafar frá Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum og sýrlenski herinn var alltaf með sovésk vopn. Bandaríkin, Bretar og Frakkar hafa líka alltaf verið með nýlenduveldi þarna á þessu svæði, Bretar og Frakkar sérstaklega. Sýrland var lengi franskt landsvæði og Bretar náttúrulega voru með allan heiminn. Fyrir Rússa yrði það hrikalega erfitt og sársaukafullt að missa Sýrland."Horft til Írans Hvað Íran varðar þá minnir Haukur á að áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum ekki síður en valdamiklir menn í Ísraelsstjórn hafa lengi talað um að ráðast þurfi á Íran til að eyðileggja kjarnorkuáætlun Írana. „Það myndi eflaust enda með ósköpum fyrir allt mannkynið því Íranar myndu náttúrulega bregðast hart við. Þeir hafa mjög sterkan her og eru auk þess í góðum tengslum við bæði Rússa og Kínverja. En þeir eru að ræða um þetta í fullri alvöru opinberlega á fundum. Nú síðast forsetaframbjóðandinn Mitt Romney. Ég held að menn verði líka að hafa alltaf í huga að þessi alþjóðapólitík gengur öll meira og minna út á baktjaldamakk og undirferli. Það eru leyniþjónustur og karlar að toga í spotta alls staðar. Það er ekkert sem gerist bara si svona. Ísraelar hafa til dæmis mjög sterka menn á bak við tjöldin þarna. Og svo gleymist líka alltaf, þegar talað er um að Rússland og Kína bakki upp stjórn Assads, að Bandaríkin eru í miklu stærra hlutverki en nokkurn tímann Rússar í þessum heimshluta."Innanríkismál Fyrir utan þessa beinu hagsmuni, sem þú talar um, þá virðist afstaða bæði Rússa og Kínverja líka snúast um það prinsippmál, að ekkert ríki hafi afskipti af innanríkismálum annarra. Bandaríkjamenn hafa náttúrulega stundað slíkt grimmt í marga áratugi og Sovétríkin líka á sínum tíma. Rússar hins vegar passa þetta mjög vel núna, og Kínverjar líka. Ræðst afstaða þeirra samt ekki líka af því að innanlands hjá þeim sjálfum eru ýmis mál í gangi sem þeir vilja ekki að önnur ríki fari að skipta sér af? „Ja, planið er náttúrulega að þarna komi friðargæslusveitir og landinu verði skipt í áhrifasvæði," svarar Haukur. „Þá fengju Bandaríkin stórt svæði, og Bretland og Frakkland, en það sem Rússar kannski óttast er að þeir yrðu settir til hliðar í slíkum aðgerðum. Öll snúast þessi stríð um auðlindir, uppsprettur og leiðslur. En þetta var reynt að ákveðnu leyti með Rússland þegar allt var að fara í hund og kött á síðustu árum Jeltsíns, þegar Tsjetsjeníustríðið var í hámarki. Þá voru komnar áætlanir um það á Vesturlöndum hvernig ætti að skipta Rússlandi upp. Þeir sendu þarna friðargæslusveitir og voru á fullu í þessum póker og spiluðu óspart út múslimakortinu gegn stjórnvöldum í Kreml. Þeir styrktu leynt og ljóst til dæmis Al Kaída. Tvískinnungur Vesturlanda í þessu er vel þekktur og ég held að Rússar séu svolítið hræddir við að verða út úr því korti ef eða þegar til kemur."
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira