Lífið

Fengu geimferð í brúðkaupsgjöf

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikkonan Kate Winslet giftist sínum heittelskaða Ned Rocknroll fyrir stuttu en þau náðu að halda brúðkaupinu leyndu fyrir fjölmiðlum. Ned er frændi Sir Richard Branson og var gjöfin frá milljarðamæringnum ekki af lakari gerðinni.

Richard gaf parinu nefnilega ferð í geiminn sem kostar 124 þúsund pund, tæpar 26 milljónir króna.

Nýgift.
Kate og Ned munu því ferðast með eldflaug, sextíu mílum fyrir ofan jörðina, í tvo tíma en ferðin heitir Virgin Galactic og verður farið í þá fyrstu á næsta ári.

Örlátur frændi.
Um 530 manns eru nú þegar búnir að tryggja sér miða, þar á meðal grínistinn Russell Brand, leikarinn Ashton Kutcher og snillingurinn Stephen Hawking.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.