Reykjavík gegn Miami: Hvor borgin fær World Outgames leikana? 4. desember 2012 13:17 Valið stendur á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames leikana árið 2017 samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi GLISA (Gay and Lesbian International Sports Association) sem haldinn var í gær. World Outgames er íþrótta-, menningar- og mannréttindahátíð sem stendur yfir í 10 daga fjórða hvert ár. Hátíðin er haldin á vegum GLISA og er opin öllum án tillits til kynhneigðar. Auk Reykjavíkur sóttu borgirnar Rio de Janeiro, Róm, Denver og Miami um að halda leikana. GLISA hefur ákveðið að valið standi einungis á milli Reykjavíkur og Miami og verður tilkynnt um hvor borgin hreppir leikana 2017 við opnun leikana í Antwerpen í Belgíu næsta sumar. Fyrstu World Outgames leikarnir voru haldnir sumarið 2006 í Montreal í Kanada. Þar tóku 8.000 íþróttamenn þátt í yfir 30 íþróttagreinum. Mannréttindaráðstefna leikanna var sótt af 1.600 þátttakendum og um 1.200 manns tóku þátt í hinum ýmsu menningar- og listviðburðum sem boðið var upp á. Næstu leikar fóru fram í Kaupmannahöfn sumarið 2009 og voru íþróttaiðkendur þá alls um 5.000 og þátttakendur í mannréttindaráðstefnu leikanna 1.000 talsins. Næstu leikar munu fara fram í Antwerpen í Belgíu sumarið 2013 og er búist við miklum fjölda gesta. Þátttakendur í leikunum koma frá öllum heimshornum. Þar koma saman íþróttamenn, listamenn og fagfólk á sviði mannréttinda - margir frá löndum þar sem samkynhneigð er enn ólögleg og falin. Talið er að hægt verði að bjóða upp á 30 íþróttagreinar og keppnir í Reykjavík ásamt mjög kraftmiklum lista- og menningarviðburðum. Þá er enginn vafi á því að ráðstefnuaðstaðan í Reykjavík getur vel mætt þeim kröfum sem gerðar eru vegna mannréttindaráðstefnunnar sem haldin er í tengslum við leikana. Breiður hópur fólks hefur unnið að umsókninni en reiknað er með bæði Reykjavíkurborg og ríkið komi að undirbúningi og fjármögnun leikanna og leggi m.a. til aðstöðu undir þá en sérstakt fyrirtæki mun hafa umsjón með mótshaldinu. Höfuðborgarstofa, ÍTR, mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Ráðstefnuborgin Reykjavík standa að baki umsókninni auk Samtakanna ´78 og fleiri standa að baki umsókninni. Þess má einnig geta að Jón Gnarr hefur látið til sín taka í umræðunni um samkynhneigð á alþjóðavettvangi. Gert hefur verið myndband til að kynna Reykjavík sem mótsstað. Reykjavík Bid for World Outgames 2017. Það má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Valið stendur á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames leikana árið 2017 samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi GLISA (Gay and Lesbian International Sports Association) sem haldinn var í gær. World Outgames er íþrótta-, menningar- og mannréttindahátíð sem stendur yfir í 10 daga fjórða hvert ár. Hátíðin er haldin á vegum GLISA og er opin öllum án tillits til kynhneigðar. Auk Reykjavíkur sóttu borgirnar Rio de Janeiro, Róm, Denver og Miami um að halda leikana. GLISA hefur ákveðið að valið standi einungis á milli Reykjavíkur og Miami og verður tilkynnt um hvor borgin hreppir leikana 2017 við opnun leikana í Antwerpen í Belgíu næsta sumar. Fyrstu World Outgames leikarnir voru haldnir sumarið 2006 í Montreal í Kanada. Þar tóku 8.000 íþróttamenn þátt í yfir 30 íþróttagreinum. Mannréttindaráðstefna leikanna var sótt af 1.600 þátttakendum og um 1.200 manns tóku þátt í hinum ýmsu menningar- og listviðburðum sem boðið var upp á. Næstu leikar fóru fram í Kaupmannahöfn sumarið 2009 og voru íþróttaiðkendur þá alls um 5.000 og þátttakendur í mannréttindaráðstefnu leikanna 1.000 talsins. Næstu leikar munu fara fram í Antwerpen í Belgíu sumarið 2013 og er búist við miklum fjölda gesta. Þátttakendur í leikunum koma frá öllum heimshornum. Þar koma saman íþróttamenn, listamenn og fagfólk á sviði mannréttinda - margir frá löndum þar sem samkynhneigð er enn ólögleg og falin. Talið er að hægt verði að bjóða upp á 30 íþróttagreinar og keppnir í Reykjavík ásamt mjög kraftmiklum lista- og menningarviðburðum. Þá er enginn vafi á því að ráðstefnuaðstaðan í Reykjavík getur vel mætt þeim kröfum sem gerðar eru vegna mannréttindaráðstefnunnar sem haldin er í tengslum við leikana. Breiður hópur fólks hefur unnið að umsókninni en reiknað er með bæði Reykjavíkurborg og ríkið komi að undirbúningi og fjármögnun leikanna og leggi m.a. til aðstöðu undir þá en sérstakt fyrirtæki mun hafa umsjón með mótshaldinu. Höfuðborgarstofa, ÍTR, mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Ráðstefnuborgin Reykjavík standa að baki umsókninni auk Samtakanna ´78 og fleiri standa að baki umsókninni. Þess má einnig geta að Jón Gnarr hefur látið til sín taka í umræðunni um samkynhneigð á alþjóðavettvangi. Gert hefur verið myndband til að kynna Reykjavík sem mótsstað. Reykjavík Bid for World Outgames 2017. Það má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira