Erlent

Lenti Boeing 737 farþegaþotu í fyrsta sinn á Suðurpólnum

Danskur flugmaður er sá fyrsti í heiminum sem tekst að lenda Boeing 737 farþegaþotu á Suðurpólnum.

Flugmaðurinn, Dennis Kær, lenti þotunni á lendingarbraut á jökli við hliðina á norsku pólarrannsóknarstöðinni Troll. Stöðin liggur í um 235 kílómetra fjarlægð frá Princess Martha ströndinni á Suðurpólnum.

Dennis Kær flaug þotunni, sem er í eigu svissneska flugfélagsins PrivatAir, frá Höfðaborg í Suður Afríku. Með fluginu var ætlunin að snýa fram á að þota af þessari stærð gæti flogið milli Höfðaborgar og Suðurpólsins.

Ætlunin er að fara tvær til þrjár slíkar flugferðir á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×